Er það bara ég eða er mun minna um jólaskreytingar úti núna heldur en undanfarin ár? Hef ekki rekist á neitt ofskreytt hús í ár, sem mér finnst miður, því fátt er fallegra og jólalegra en marglit ljós í óhófi í bland við snjó, sem reyndar hefur ekki heldur látið á sér kræla. Er fólk orðið svona metnaðarlaust eða er ég bara ekki að fara á réttu staðina? Bara pæling sko.