Þetta er kannski allt of týpísk spurning, en það virðist vera fátt annað sem hægt er að ræða um um páskana nema páskaeggin góðu, ef einhver finnur eitthvað annað áhugavert endilega gerðu þráð um það.

En jæja. Hvaða tegund er best í páskaeggjunum? Af þeim sem ég hef smakkað (Nói, Góa, Móna, Freyja, Kólus, kannski e-ð fleira) þá eru egg frá sælgætisverksmiðjunni Kólus best. Þetta eru egg sem eru ekki seld í búðum, ég hef bara séð þetta í Kolaportinu og svo í fjáröflunum fyrir ýmislegt, gæti alveg veirð á fleiri stöðum. Þetta er sama súkkulaði og er í Kúlusúkk namminu, og það er svakalega gott! Það kemur í einni stærð, er 900 grömm (til samanburðar er númer 10 frá Freyju sem er svipað að stærð 650 grömm, ætli Nóiu númer 7 sé ekki e-ð svipað), og er stúúútfullt af nammi eins og þyngdin segir til um.

Ég veit ekki af hverju, en ég fíla Nóa Síríus ekki lengur. Fékk mér fyrir páska svona lítið frá Nóa, og mér fannst það einfaldlega vont. Hef ekki fengið Nóa páskaegg á páskadag í mörg ár held ég, ekki síðan ég fékk strumpaegg þaðan…

Kólus er besta páskaeggið að mínu mati =D Hver finnst ykkur best, og hvaða egg fenguð þið?