Stutt grein um landsliðið þar sem ég tek fyrir hverja stöðu fyrir sig.

Markmenn

Erum með tvo fína markmenn sem voru að spila í atvinnumennsku en hvorugur er í heimsklassa, vantar stundum stöðuleika en Hreiðar Levý er allur að koma til. Björgvin fer núna útí atvinnumennsku og verður fróðlegt að fylgjast með því sem og Sveinbirni Pétursyni.

Hægra horn

Breiddin hægra meginn er gífurleg, erum með heimsklassa hornamann Alexander Peterson og backup fyrir hann er Ásgeir Örn og Bjarni Fritz. Ég vil þó sjá leikmenn sem eru að spila hérlendis svo sem Arnór Malmquist og Ragnar Hjaltested

Hægri bakvörður

Erum með bestu örvhentu skyttu heims í dag, Óla Stef. Hann spilar þó ekki endalaust og eftir að hann leggur skóna á hilluna má búast við að Einar Hólmgeirs, Ásgeir Örn og Rúnar Kárason deili með sér skyttustöðunni.

Leikstjórnandi

Snorri Steinn hefur oft sýnt hvað í honum býr en hann hefur ekki verið að sýna það undanfarið. Óli getur líka spilað á miðjunni en ég vill fara að sjá einn efnilegasta handboltamann landsins, Ólaf Bjarka Ragnarsson. Andri Stefan og Sigfús Páll Sigfúson hafa líka verið í myndinni.

Vinstri Bakvörður

Logi Geirsson og Arnór Atlason eru helstu kandidatarnir í þessa stöðu. Þeir hafa báðir sýnt það og sannað að þeir eru verðugir. Ég held að það sé ekki langt þangað til að Aron Pálmason fari að banka á dyrnar þótt ungur sé að árum, hugsanlega Sigurbergur Sveinsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson líka. Valdimar Þórsson finnst mér alveg eiga skilið líka að vera í þessum hóp

Vinstra Horn

Guðjón Valur missir sætið sitt seint held ég hann er einn besti hornamaður heims, ef ekki sá besti. Ef hann meiðist þá erum við með Loga Geirs og Sturlu Ásgeirs og ekki má gleyma Hannesi Jóni.

Lína
Róbert Gunnarsson er frábær sóknarlega en þarf að bæta sig varnarlega. Erum einnig með Vigni og Fúsa sem geta leyst sóknina þó ekki eins vel og Róbert

Vörn

Vörnin hefur verið að smella saman og Sigfús og Vignir virðast ná vel saman, ekki má gleyma Guðjóni Val og Alex þeir eru mikilvægir líka. Sverre hefur ekki verið að spila mikið með landsliðinu en við sjáum hvað gerist þegar hann kemur heim. Í framtíðinni verður eflaust efnilegasti varnarmaður landsins kominn í hópinn, Bjarki Már Gunnarsson.