Þetta lag var á plötu sveitarinnar Mandala sem kom út 1972. Það var síðasta plata sveitarinnar áður en hún lagði upp laupana.
Árið 1974 þurfti Rúnar Júl að borga skáldinu Jóhanni Hjálmarssyni sekt fyrir að hafa augljóslega notað ljóð hans sem uppistöðu í texta My Friend & I. Dómurinn sagði samt til þess að Rúnar væri ekki bendlaður við ritstuldur sem slíkann. Hann neitaði líka að hafa nýtt ljóð hans á nokkurn hátt. Um óneitanleg líkindi er samt að ræða.

Lagið byrjar svona:
My friend and I
We always get up late
without knowing why
a lot of things have changed.


Skuggi eftir Jóhann Hjálmarsson byrjar svona:
Vinur minn og ég
förum báðir seint á fætur
vöknum með stírur í augum einhvern næsta dag
án þess að vita að margt hefur breytzt.


Því verður líka ekki neitað að þetta er mjög gott lag.

Hvað finnst ykkur?

Bætt við 7. mars 2010 - 19:56
Heimildir: Ísland í aldanna rá