Er það bara ég eða er meiri hlutinn af þessu fólki sem hlustar á eldra rokk að telja sig eitthvað betra en annað fólk, sko ekki misskilja mig hér, ég er mikill aðdáandi allskonar tónlist, er samt mest í svona prog rokki… Crimson, genesis etc. … þessi könnun lætur Limp Bizkit (Þó það sé súrt band) líta út eins og eina bandið sem hafi coverað lag, svo tók maður eftir hvað allir voru hreyknir af sjálfum sér þegar þeir gátu sagt vinum sínum sem “vita ekkert” að þetta er ekkert eftir Limp Bizkit, heldur Who, líklegast band sem enginn af þessum krökkum hefur nokkurtíman heyrt í fyrir það, en auðvitað var það bara aukamál. Ég er farinn að efast stórlega um gildileika þessa áhugamáls, þótt ég sé einn af þeim sem vildi koma því upp, þetta er bara komið útí rugl, sér útvarps stöðvar, sér klúbbar sem heita klassískt rokk og spila svo ekkert nema CCR og Zeppelin allan daginn, þetta er að verða þreytt trend, eitthvað sem þetta átti aldrei að verða, enn eitthverneginn varð það þannig, held að þetta áhugamál hafi ýtt undir það.

Ef þið skiljið ekki hvað ég er að tala um, ekki svara…