Gleymt lykilorð
Nýskráning
Gullöldin

Gullöldin

3.564 eru með Gullöldin sem áhugamál
22.594 stig
367 greinar
2.244 þræðir
12 tilkynningar
55 pistlar
1.747 myndir
628 kannanir
50.374 álit
Meira

Ofurhugar

Ragnarr Ragnarr 688 stig
Wolfpack Wolfpack 618 stig
siggiingi siggiingi 602 stig
hvorkyn hvorkyn 550 stig
BBQ BBQ 522 stig
ArtVandelay ArtVandelay 456 stig
Xanderz Xanderz 440 stig

Stjórnendur

Costello (0 álit)

Costello
Hérna er Elvis Costello. Hann hefur verið að gefa út efni, nánast non-stop, síðan fyrsta platan hans, My Aim Is True, kom út. Hvort sem það er sólóefni eða með hljómsveitunum The Attractions eða The Imposters þá stendur hann alltaf fyrir sínu.

David Bowie (2 álit)

David Bowie
Klárlega einn sá besti í bransanum og allt of langt síðan hann hefur gefið frá sér nýtt efni. Þessi meistari gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1967, nánar tiltekið sama dag og Bítlarnir sendu frá sér meistaraverkið Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band. Þessi "debut" plata hans fékk ekki mikla athygli, en nokkru seinna gaf hann út lagið Space Oddity á smáskífu og skoraði þar með sinn fyrsta smell. Þetta var bara byrjunin því að hann átti eftir að verða ein glæstasta stjarna áttunda áratugarins og einn af áhrifamestu tónlistarmönnum tuttugustu aldarinar. Meðal hans þekktustu platna má nefna Hunky Dory, The Rise And Fall Of Ziggy Stardust And The Spiders From Mars, Aladdin Sane, Young Americans og Low.

George Harrison (0 álit)

George Harrison
Þessi mikli meistari var gítarleikari The Beatles og er líklega þekktastur fyrir það. Hann átti líke stórkostlegan sólóferil og spannar hann hvert meistaraverkið á fætur öðru. Plötunar All Things Must Pass, Living In The Material World, Thirty Three & 1/3, George Harrison og Cloud 9 eru plötur sem eru vel þess virði að athuga. 

Emerson, Lake & Palmer (0 álit)

Emerson, Lake & Palmer
Hérna eru meistararnir Keith Emerson, Greg Lake og Carl Palmer. Þeir voru virkastir á áttunda áratugnum og voru mjög áberandi í progg-rokk stefnuni. Þeir hafa gefið út klassískar plötur á borð við Brain Salad Surgery, Tarkus, Trilogy og frumraunina Emerson, Lake & Palmer.

Dylan og Cash (1 álit)

Dylan og Cash Bob Dylan og Johnny Cash.

Frank Zappa & the Mothers of Invention (1 álit)

Frank Zappa & the Mothers of Invention Ein af mínum uppáhalds böndum, “Freak out” og “We're only in it for the money” skora hátt hjá moi

Eloy - Ocean (0 álit)

Eloy - Ocean Helvíti öflugt þjóðverjaprogg frá 1977, mæli sterklega með þessu.

http://www.youtube.com/watch?v=k3kvk5U6_sA

Trivia (4 álit)

Trivia Hverjir eru þessir herramenn?

Neu! (6 álit)

Neu! Coverið á fyrstu plötu Neu! Hljómsveitina skipa snillingarnir Klaus Dinger og Michael Rother. Áhrifamesta Krautrock band sögunnar og er einkenni sveitarinnar klárlega Motorik trommurnar sem keyra lögin áfram eins og kappakstursbíl.

Wishbone Ash (7 álit)

Wishbone Ash Band sem að allt of fáir vita um, því miður. Eitt af mínum allra uppáhaldsböndum.
Mæli með því að allir kynni sér plötuna Argus frá 1972 sem að er einfaldlega meistaraverk.
Download
http://rapidshare.com/#!download|322|142847328|Wishbone_Ash_-_Argus___1972.rar|57853
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok