Sviðsstjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur segir að undirbúningur við röð viðburða í haust sé í fullum gangi. Tilefnið er að söngvarinn John Lennon, hefði orðið 70 ára þann 9. október næstkomandi. Undirbúningurinn er í fullu samstarfi við ekkju söngvarans, Yoko Ono.

Samkvæmt heimildum Pressunnar miðar undirbúningur að því að fá „stór nöfn“ úr tónlistar- og skemmtanabransanum til þess að leggja afmælishátíðinni lið. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur segir að ekki sé tímabært að segja hver komi fram og að Ono ráði um það miklu.
Hún hefur auðvitað mikið um það að segja hvernig dagskráin mótast.
Svanhildur segir að verið sé að undirbúa viðburðina, sem fara fram 9. október næstkomandi.

Í fjórða sinn verður ljósið á friðarsúlunni í Viðey tendrað. Í haust verða afhent friðarverðlaunin Lennon Ono Peace Award og við erum að undirbúa viðburði í tengslum við það því Lennon hefði orðið sjötugur í október.

frá http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/storafmaeli-john-lennon-haldid-i-reykjavik-leynd-hvilir-yfir—hvislad-um-adkomu-storstjarna

Spennandi, skildu þeir félagar Paul McCartney og Ringo Starr taka Bítlalagið Birthday hérna á Íslandi í haust ? það væri sko draumur sem væri gaman að upplifa :)