Led Zeppelin á Íslandi Breska rokkhljómsveitin Led Zeppelin spilaði hér mánudaginn 22. Júní í Laugardalshöll. Þeir voru fengnir til að koma fram fyrir hönd Bretlands á listahátíðinni.

Um tíma leit út fyrir að það yrði hætt við tónleikana af því að starfsmenn borgarinnar fóru í verkfall degi áður en sveitin kom til landsins og þurftu því einstaklingar úr Háskóla Íslands að taka það að sér að gera Laugardalshöllina reiðubúna.

Sveitin var þá á hátindi frægðar sinnar og þess má geta að það þótti um skeið mælikvarði á hvort ungu fólki gengi vel í lífinu, ef það sótti þessa tónleika. Robert Plant, söngvari Led Zeppelin, taldi að ef einhver myndi vilja vinna ferð einhvert, væri það að hafa farið á tónleikana þeirra á Íslandi.

Tónleikar þessir voru þeir fyrstu í röð tónleika í tónleikaferðalagi Led Zeppelin sem lauk 19. júlí. Sveitin spilaði líka á tónlistarhátíð í Bretlandi og á fjórum stöðum í Þýskalandi. Það er frekar augljóst að Íslendingar voru mjög óvanir tónleikum sem þessum. Mjög margir þeirra sem sóttu tónleikana sátu á gólfinu og getur það talist frekar óvenjulegt, að minnsta kosti í dag. Þetta þýðir ekki að höfundur þessarar greinar vilji eitthvað minna hafa getað upplifað þessa tónleika.

Eitt af því sem er eftirtektarvert hvað varðar heimsókn Led Zeppelin til Íslands voru áhrifin sem þeir urðu fyrir. Robert sagðist hafa verið ánægður með móttökurnar sem þeir fengu, allir hefðu verið mjög vingjarnlegir og sambandið sem honum fannst hann ná við unglingana og aðra á svipuðum aldri og þeir hefði verið mjög gott. Hann sagði meira að segja hafa fundist þeir fá Ísland á silfurfati við komu sína.

Robert samdi textann við lagið Immigrant Song um heimsókn þeirra og átti það eftir að verða byrjunarlagið á næstu plötu þeirra Led Zeppelin III en þeir frumfluttu það einungis sex dögum eftir tónleikana í Laugardalshöll á tónlistarhátíð í Bretlandi. Lagið er tileinkað Leifi Eiríkssyni og er sungið frá sjónarhóli víkinga sem eru að sigla frá Skandinavíu í leit að nýjum löndum. Í textanum er mikið um vísanir í innrásir víkinga og forna norræna trú.

Ekki er vitað nákvæmilega hvaða lög voru spiluð á tónleikunum en talið er að lagið Dazed and Confused hafi allavega verið á listanum.

Heimildir:

Ísland í aldanna rás 1951-1975, bls. 237.
Robert Plant í viðtali við Sjónvarpið, júní 1970
Led Zeppelin Tour of Iceland, Bath and Germany, Summer 1970
Immigrant Song