Jimi Hendrix Þetta er upprunalega fyrirlestur en ég lagaði hann aðeins til. Þetta er kannski dáltið mikið bara punktar en ekki samfellt mál en þið verðið að fyrirgefa það.

Jimi Hendrix fæddist 27. Nóvember 1942, í Seattle í BNA og var skírður Johnny Allen Hendrix. Fjölskyldan hans var mjög fátæk og hann fékk fyrsta gítarinn sinn 12 ára gamall, um svipað leiti og móðir hans dó. Einnig hafði hann spilað á eins strengs ukulele sem pabbi hans hafði fundið þegar hann var að taka til í bílskúrnum þeirra. Hann fékk svo fyrsta rafmagnsgítarinn sinn 17 ára gamall en þó var enginn magnari til staðar. Á þessum tíma hlustaði hann mikið á gamlar blús plötur frá pabba sínum.

Hann byrjaði að spila á litlum klúbbum með bílskúrshljómsveitum og lærði með með því að fylgjast með reyndari spilurum og hlusta á plötur. Hann byrjaði strax á því að hafa villta sviðsframkomu, og var rekinn úr einni hljómsveit fyrir það. Hann lenti tvisvar í kasti við lögin fyrir að vera farþegi í stolnum bílum og var honum gefinn úrslitakostur um annað hvort að sitja í fangelsi í tvö ár eða fara í herinn og hann valdi að fara í herinn. Hann var síðan fljótt rekinn úr hernum fyrir að vera latur. Eftir það flutti hann til Clarksville Tennessee og hélt áfram að spila með litlum hljómsveitum, en var aldrei aðalmaðurinn. Hann flytur svo til New York 1965.

Chas Chandler fyrrum bassaleikari the Animals uppgötvaði Hendrix á Café Wah þegar hann var að spila lagið Hey Joe eftir þjóðlagasöngvarann Tim Rose. Chas bauð honum að spila í London, og hann sagðist gera það með einu skilyrði, sem var að hann fengi að hitta Eric Clapton og Jeff Beck sem voru heitustu gítarleikararnir í heiminum á þeim tíma. Chas Chandler sagðist geta uppfyllt þessi skylirði og varð þar með umboðsmaðurinn hans. Hendrix fór á tónleika með Cream og bað um að fá að djamma með þeim, sem þótti óhugsandi þar sem Clapton var guð og almúginn andaði ekki sama lofti og hann. Hendrix kom upp á svið og rústaði Clapton. Clapton stóð og starði á Hendrix á meðan að hann spilaði með sín skrípalæti á sviðinu og að lokum fór Clapton af sviðinu. Fréttir fóru eins og eldur um sinu um að þessi gítarleikari hafi drepið Guð. Fljótlega eftir þetta fann Chas bassaleikarann Noel Redding og trommarann Mitch Mitchell og til varð hljómsveitin The Jimi Hendrix Experience sem fljótlega varð það heitasta í heiminum á þessum tíma. The Experience túraði svo um England og er frægt atvikið þegar The Experience spiluðu Sgt. Pepper’s lonely hearts clubs band eftir Bítlana, daginn eftir að þeir gáfu plötuna út.

Experince gáfu út plötuna “Are you experienced” í maí 1967 og varð mjög snöggt frægur á Englandi en var þó enn nær óþekktur í heimalandi sínu. Í júní 1967 spilaði The Experience með The Who á Monterey pop festival í Bandaríkjunum og eru það mjög frægir tónleikar þar sem Hendrix kveikti í gítarnum sínum. Næstu 2 árin var hann svo að spila á tónleikum með The Experience og gaf út plöturnar Axis: Bold as Love og Electric Layland.

Noel Redding, bassaleikari The Experience, vildi spila á gítar því hann var upprunalega gítarleikari og var einnig kominn með leið á öllum látunum í kring um Hendrix og ákvað því að hætta í hljómsveitinni. Hendrix fékk þá gamlan vin sinn úr hernum, Billy Cox, til að koma í hans stað og skýrði nýju hljómsveitina Gypsy Sun And Rainbows.
Í ágúst 1969 spiluðu þeir svo á Woodstock. 500.000 manns voru mest á hátíðinni en Hendrix spilaði síðastur, klukkan 9 á sunnudagsmorgninum og þá voru einungis um 180.000 manns eftir á svæðinu. Á þessum tónleikum tók hann hið fræga Star Spangled Banner sem er sækadelísk ábreiða yfir bandaríska þjóðsönginn þar sem Hendrix stendur einn á sviðinu og spilar á gítarinn og var þetta atvik mjög umdeilt.

Hendrix hafði náð hátindinum og leiðin lá einungis niður á við eftir Woodstock. Hann var á kafi í dópi og menn voru hættir að nenna að vinna með honum. Gypsy Sun And Rainbows hætti fljótlega eftir Woodstock og hann reyndi að stofna nokkrar hljómsveitir en það fór allt í vaskinn. Hann dó svo 18. september 1970, þá 27 ára, þegar hann drukknaði í eigin ælu eftir að hafa óvart tekið inn of stóran skammt af svefnpillum, þó það sé ekki alveg vitað.

Hans helstu áhrifavaldar og fyrirmyndir þegar hann var lítill voru B.B. King og Muddy Waters en á seinni árum var Bob Dylan var maður sem hann leit mikið upp til og hlustaði mikið á. Hann breiddi t.d. yfir mörg laga hans og er All Along the Watchtower eitt af þeim frægari og sú ábreiða var svo góð að Bob Dylan sagði að það væri eins og hann sjálfur hefði gert lélega ábreiðu á lag Henrix. Hendrix sagði líka að fyrst að Dylan gæti verið frægur söngvari með röddina sína, þá gæti hann það líka með sína.
Gítarguðinn Eric Clapton hafði líka mikil áhrif á hann og einnig Little Richard sem segir að Hendrix hafi þorað að vera hann sjálfur því að hann sá að Richard gerði það.
Sviðsframkoma Hendrix var mjög stór hluti af tónleikunum hans. Hann spilaði á gítarinn með tungunni og tönnunum, fyrir aftan bak og fyrir ofan haus, réðist á magnarana o.fl.
Hann var örvhentur og spilaði á rétthendis gítara sem hann hafði snúið við. Fyrst hafði hann öfuga röð á strengjunum en seinna á ferlinum sneri hann þeim rétt.