Free - Greinakeppni Ég ætla að leyfa mér að henda inn einni örstuttri grein í greinakeppnina. Í þessari grein ætla ég að fjalla lítilega um hljómsveitina Free.

Saga Free er stutt en skondin. Elstu meðlimir Free voru Paul Rodgers og Simon Kirke, báðir fæddir 1949. Paul Kossoff fæddist 1950 og Andy Fraser 1952. Paul Rodgers var söngvarinn, Paul Kossoff var gítaristinn og Andy spilaði á bassa og Simon spilaði á trommur. Kossoff og Kirke kynntsust þegar þeir spiluðu saman í hljómsveitinni Black Cat Bones.

Free voru stofnaðir einn góðan veðurdag árið 1968. Blúsarinn Alexis Korner sagði þeim að kalla sig Free og mældi með Fraser sem bassaleikara. Eftir nokkra mánaða samveru gáfu þeir út albúmið Tons Of Sobs, en það kom út sama ár og Free voru stofnaðir. Platan fékk ekki mikla athygli en lög einsog I’m A Mover fengu ágæta spilun í útvarpi eftir að þeir urðu verulega frægir.

Á næsta albúmi Free, Free, mátti sjá meira samstarf milli Paul Rodgers og Andy Fraser sem lagahöfunda, þeir höfðu samið vinsælasta númerið á fyrstu plötuni, I’m a Mover og nokkur önnur, en þeir voru orðnir einsog Lennon & McCartney ef svo má að orði komast, aðal lagahöfundar sveitarinnar. Þó svo að Kossoff samdi öll riff og gítarsóló voru Rodgers & Fraser skrifaðir fyrir flestum lögunum.
Platan Free fékk ekki mikla athygli og Kossoff íhugaði að hætta í Free, sem betur fer snerist honum hugur, því nú fóru hlutirnir að gerast.

Næsta plata Free, meistaraverkið Fire & Water, komst í annað sæti í Bandaríkjunum og það sautjánda í Bretlandi. En platan innihélt lag sem hafði komið út á smáskífu aðeins fyrr og gert allt brjálað, hún hét All Right Now og komst í fyrsta sæti í Bandaríkjunum og annað sæti í Bretlandi. Öll lögin á Fire & Water voru eftir Paul Rodgers og Andy Fraser nema tvö.

Næsta plata Free, Highway, varð ekki jafn vinsæl og Fire & Water. Hún var tekin upp í flýti og önnur vandamál áttu sér stað hjá hljómsveitinni. Kossoff átti við eiturlyfjafíkn að etja, plötunar seldust ekki mjög vel og Rodgers of Fraser rifust einsog hundur og köttur. Þetta endaði með því að þeir kláruðu Highway í flýti og hættu. Stuttu seinna var gefinn út tónleikaplatan, Free Live!, sem fékk mjög mikla athygli og varð til þess að hljómsveitin tók sig til og kom aftur saman til þess að reyna að draga Kossoff úr eitulyfjunum.

Fimmta stúdíó plata Free, fékk nafnið Free At Last. Kossoff var ekki hættur í eiturlyfjum heldur hafði fíknin aukist til muna. Hann varð þunglyndur á því skeiði sem hljómsveitinn var ekki starfandi (þar að segja á milli þess sem hún hætti og byrjaði aftur), sem gerði eiturlyfjavanda hans enn meiri. Kossoff fannst einsog hann hefði eyðilagt Free. Free at Last kom í Júní 1972 um það bil ári eftir að sveitinn hafði hætt. Free At last fékkágæta dóma og komst í 9. Sæti breska vinsældarlistans.

Andy Fraser hætti í hljómsveitina vegan eiturlyfjavanda Kossoff’s og missti sveitinn þar sinn virkasta lagahöfund. Hann sagðist hafa hætt vegna þess að ekki væri hægt að reiða sig á Kossoff til þess að spila á tónleikum. Þeir fengu þá til liðs við sig japanska bassaleikarann Tetsu Yamauchi.

Þeir byrjuðu nú upptökur á seinustu plötu Free, Heartbreaker. Þá fengu þeir hljómborðsleikarann John “Rabbit” Bundrick í sveitina og gáfu albúmið út. Þegar Free voru hættir stofnaði Paul Rodgers Bad Company og Paul Kossoff stofnaði Back Street Crawler. Stuttu seinna bað Kossoff Rodgers og Kirke um að koma að spila ‘Live’ með honum tvær nætur og þeir slógu til. Sama ár dó Paul Kossoff úr hjartaáfalli eftir of stóran skammt af eiturlyfjum.

Paul Rodgers hefur vakið mikla athygli núorðið með hljómsveitnni Queen, betur sagt þessum tvem meðlimum sem eftir eru, Roger Taylor og Brian May. Brian May tók fram að Queen væru bara að túra með Paul Rodgers en Rodgers væri ekki nýr söngvari Queen. Þess vegna héti þetta Queen + Paul Rodgers. Enda söng Paul Free og Bad Company lög með Queen.