Nú er ég að fara að huga að því að fá mér ágætar græjur í bílinn og þar sem ég er ekkert inni í þessum málum vildi ég gjarnan fá ráðleggingar frá ykkur.

Ég ætla að fá mér nýjan spilara (líklega Alpine CDA-9851R) og svo hátalar í hilluna (er á liftback. Svo var ég einnig að spá í hvort ég ætti að fá mér hátalara á einhverjum öðrum stað í bílnum eins og í hurðarnar frammí. Ætla samt ekki að eyða neitt miklum peningi í hátalara, hef samt heyrt að Alpine R séu góðir (SPR-694A).

Einnig langar mig til að vita hvort að ég þyrfti magnara ef ég færi út í 4 hátalara eða hvar mörkin liggja.