Panasonic Ax100e Skjávarpi Panasonic Ax100e Skjávarpi

Góðann daginn gott fólk ég ætla að skrifa aðeins um nýjasta græju hlutinn minn sem er skjávarpi. Það muna vafalaust einhverjir eftir að ég var að selja plasma tækið mitt hér um daginn vegna þess að mér fannst myndin of lítil. Það tókst og í staðinn keypti ég mér þennan sjávarpa ásamt því að ég keypti mér 32” lcd tæki til þess að nota fyrir venjulegt sjónvarpsefni.

Aðeins um skjávarpann, hann er high definition (HD) upp í 720p sem þýðir að hann getur sýnt mynd sem er í 1280x720 ásamt því að taka við.1080 merki. Það eru til skjávarpar sem sýna 1080 merki en þeir eru of dýrir og dimmir til þess að það borgi sig eins og er. Varpinn getur líka tekið við 1080p@24 römmum á sek og sýnt þá á 72hz nú þarf ég bara að kaupa eitthvað tæki sem getur fleygt slíku merki út. Hann er líka mjög hljóðlátur ég heyri ekkert í honum þegar ég er að horfa á bíómynd lágt stillta, það heyrist meira í HD-DVD spilaranum heldur en í varpanum, tala ekki um Xbox 360 sem ég keypti líka í tilefni skjávarpans en hún er eins og þotuhreyfill inni í stofunni. Varpinn er með 1.HDMI tengi 1.component tengi, VGA input, s-vhs tengi og RCA video tengi.

Ég byggði kaupinn mikið á gagnrýmum frá hinum og þessum m.a www.projectorcentral.com www.cine4home.com og fleirum ásamt því að ég las mig ríkulega til á www.avsforum.com og www.avforums.com Panasonicinn hentaði betur vegna þess að ég get ekki alltaf haft algjört myrkur þar sem ég nota hann. Ásamt því að beint úr kassa kemur hann stilltur alveg rétt stilltur varðandi lit sem er mjög óalgengt á öll mynd tæki og tól og jafnvel er hægt að líta á það sem sparnað þar sem ekki þarf að fá hann stilltan af fagmönnum (ISF) sem eru ekki til hér á landi og kosta um 30 þús í Bretlandi. Valið stóð um tvo skjávarpa annarsvegar þennan og hins vegar Sanyo Z5 sem er mjög góður líka, Panasonic varpinn hafði vinninginn vegna þess að hann er bjartari sem þýðir að það þarf ekki að vera eins mikið myrkur

Konan var frekar hrædd við þetta þar sem að fyrir nokrum árum fengum við lánaðann einhvern skjávarpa sem var svo lélegur að jafnvel í algjöru myrkri og á mjög lítilli mynd þá sást varla ekkert á hann og Screendoor effect var mikið þ.e að pixlarnir sáust mjög vel.
En jafnvel á 96” mynd hjá mér þá vottar ekki fyrir neinum af þessum göllum ( ég sit í 3m fjarlægð frá myndinni).

Ég segji fyrir mitt leyti að fólk sem er að spá í sjónvarps kaupum ætti að kíkja á skjávarpa líka ef aðstæður leyfa, fyrir þennan skjávarpa þarf maður til að horfa á 100” mynd í rétt rúmlega 3. metra fjarlægð og að sjálfsögðu vegg eða tjald sem fólk getur varpað á, ég keypti mér spes málningu fyrir vegginn og nota hann sem tjald.

Myndgæðin eru mjög góð ekkert verri en plasma tækið sem ég var með þó svo að myndin sé 4. sinnum stærri, litirnir smellpassa, og þegar maður horfir á HD-DVD þá er maður kominn til myndgæða himna. Án grins þá er þetta eins og vera með bíó heima í stofu hjá sér.

Flott sjónvarpstæki kostar u.þ.b 300 þús í dag en þú getur keypt þennan skjávarpa fyrir 200 þús. Aftur mæli ég mikið með því að fólk skoði þennan valkost ef það hefur pláss til þess í staðinn fyrir sjónvarp, ég ætla aldrei að kaupa top of the line sjónvarpstæki fyrir bío myndir aftur bara skjávarpa. Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessari grein ef þið hafið einhverjar spurningar endilega kastið þeim fram, ég skal reyni að svara ykkur eins fljótt og ég get.

Kv

Chaves