PlayStation 3 Í mars á næsta ári stefnir Sony á að gefa út PlayStation 3 leikjatölvuna í Evrópu. Þessi tölva á að koma í samkeppni við Wii tölvuna frá Nintendo sem kemur út í desember næst komandi og Xbox 360 tölvuna frá Microsoft, sem kom út fyrir nokkrum mánuðum.


Sony hefur verið leiðandi á tölvuleikjamarkaðinum síðan fyrsta PlayStation tölvan kom út árið 1995. Síðan árið 2000 þegar PS 2 kom út varð hún gríðarlega vinsæl um allan heim enda fyrsta leikjatölvan sem innihélt DVD-spilara. En aftur að PS 3, þessi tölva á víst að vera hlaðin tækninýjungum og bera mikið breytt. Grafíkin verður mikið betri og ég heyrði einhversstaðar að fólk hefði það á tilfiningunni að það væri að horfa á kvikmynd þegar það spilaði leiki í PS3. Einnig verður Blu-Ray spilari innbyggður sem á að vera, ef ég skil þetta rétt, 6 sinnum öflugari en DVD og þar með miklu betri myndgæði.


Í PS 3 verða ekki minniskort heldur verða innbyggir harðir diskar og hægt verður að velja um 20gb og 60gb diska. Það verður þá mun þægilegra að vista beint á harða diskin heldur en á gömlu minniskortin. Tölvan mun auðvitað geta spilað PS og PS2 leiki en ennfremur verður hægt að tengjast þráðlausu heimaneti og PSP-leikjatölvum.


Ný fjarstýring var hönnuð fyrir PS3 en þegar myndir af henni voru gefnar út var almenningur svo óánægður, að ákveðið var að halda gömlu fjarstýringunum. Gömlu fjarstýringarnar voru líka orðnar klassískar og að mínu mati, langþægilegustu leikjatölvu fjarstýringar sem þú finnur í dag, þó mörg fyrirtæki hafi reynt að líka eftir henni.


Ég trúi því að PlayStation 3 eigi eftir að verða geysivinsæl og taka andstæðingana í bakaríið. Þó hafa Microsoft og Nintendo það forskot að þeirra tölvur koma út langt á undan PS3 og talið er að PS3 verði dýrst af þeim öllum. Reyndar hefur Sony hefið það út að þeir ætli að lækka verðið um 20% svo að ég hef mikla trú á að Sony muni halda stöð sinni sem leikjatölvuframleiðandi nr. 1.


Heimildar fann ég á heimasíðu Sony, www.en.wikipedia.org og á bls 28 í Blaðinu (3.okt '06).