Titleist  boltarnir Hérna kemur grein um Titleist boltna.

Pro V1
Síðan að Titleist Pro V1 var settur á markað haustið 2000 og gjörsamlega umbylti golfheiminum hefur hann verið notaður sem gæðastimpill sem að allir aðrir golfboltar eru bornir saman við. Nýji Pro V1 boltinn er nú lengri en áður. Hann flýgur fyrr af kylfuhausnum með minni baksnúningi, sem að eykur rúll hans á brautinni. Niðurstaðan eru bæði lengri og beinni högg. Pro V1 hentar öllum þeim kylfingum sem að taka golfið alvarlega og vilja bolta úr hæsta gæðaflokki til að bæta sinn leik.

Pro V1x
Höggfastir kylfingar sem vanir eru að mynda mikinn snúning á boltann, hagnast á því að velja Pro V1x. Sá bolti myndar minni snúning og flýgur því ögn lægra en hangir um leið lengur í loftinu. Nýji Pro V1x boltinn þykir mýkri en sá gamli, sérstaklega á og í kringum flatirnar.



NXT Tour / NXT
Svarta og gula NXT línan er framleidd með harðara og um leið sterkara ysta lagi en Pro V1, sem er góður kostur fyrir þá kylfinga sem að smell-hitta ekki hvert högg. NXT Tour er mýkri en NXT og hentar þeim sem kjósa meiri spuna og mýkt í kringum flatirnar á kostnað högglengdar. NXT hentar þeim sem telja sig hagnast meira á aukinni högglengd heldur en mýkt í kringum flatirnar.


PTS SoLo
SoLo boltinn hentar aðallega kylfingum sem að sveifla hægar en hinn meðal kylfingur og slá ca. 100-120 metra í flugi með 7-járni. PTS SoLo boltinn er mjúkur og þarf ekki mikinn höggkraft til að fara á hátt og gott flug.


Unnið úr upplisingum ak kylfingur.is

Takk fyrir mig