BagBoy kerrurnar Nýjasta í golfsportinu í dag er þriggjahjólakerran. Þessa kerru má finna í flestum golfverslunum landsins og einnig má finna þessar kerrur á ESSO stöðvum. Verðið á þeim er í kringum 10.000kr, en ef kerran er keypt í ESSO má nota ESSO-punkta til að lækka verðið á kerrunni töluvert.

Það sem maður tekur fyrst eftir þegar maður setur kerruna sama og setur pokann á er hversu stór kerran er. Pokinn er pínkulítill miðað við kerruna, en kerran er mjög löng, á mjög háum dekkjum og með stórt handfang. Dekkinn eru ekki eins og á gömlu golfkerrunum, flöt og úr þunnu plasti. Heldur eru dekkinn munstruð og úr gúmmí, rétt eins og reiðhjóladekk.

Að sjálfsögðu eru bremsur á kerrunni svo hægt sé að koma í veg fyrir það að hún fari af stað þegar stoppað er í brekkum. En gallinn er sá að maður þarf að stíga á bremsurnar sem eru við dekkinn, sem getur oft verið heljarinnar mál. Fínt hefði verið að geta stýrt bremsunum í handfanginu.

Í handfanginu er hólf þar sem meðal annars má geyma, tí, flatarmerki, peninga, gemsa, kúlur og blýant. Efnið sem maður heldur utan um á handfanginu er mjög mjúkt og þægilegt.
Undir handfanginu er hólf fyrir flöskur og brúsa.
Það er mjög gott að geta ýtt kerrunni langt á undan sér. Eins og þegar maður er að labba upp að grínunu, gott að geta tekið pútterinn og síðan rennt kerrunni upp að teignum, án þess að þurfa draga hana þangað og labba svo aftur til baka. Það vinnst mikill tími með þessu. Maður finnur heldur voðalítið fyrir kerrunni þegar maður ýtir henni áfram, það er bara eins og maður sé að halda í eitthvað sem dregur mann áfram.

Helstu gallarnir eru bremsurnar sem eru staðsettar undir kerrunni hjá dekkjunum, þannig maður getur ekki hægt á kerrunni þegar maður er að fara niður brattar brekkur, eins og ég tók fram hérna fyrir ofan þarf að vera hægt að stýra þessu í handfanginu. Einnig er mjög erfitt að ýta kerrunni þegar labbað er upp brekkur. Kerrann tekur líka alltof mikið pláss og þarf maður oftast að taka öll hjólin af kerrunni svo hún komist í skottið.

Helstu kostirnir eru að þetta er ekki eins átakamikið og venjuleg kerra, þannig maður þreytist ekki að óþörfu. Vinnst oft mikill timi með því að geta ýtt kerrunni upp að teig þegar maður er sjálfur að fara á grín. En já, það er stór kostur hversu átakalítið þetta er og það er aðalmálið á bakvið þessa kerru.

Ragnarr mælir með BagBoy kerrum.

Gagnrýnin er gerð eftir BagBoy SC-525 kerru.