Hvernig litist mönnum á það að hver og einn mundi skrifa grein um sinn heimavöll?

Ég mundi þá bara byrja og skrifa um minn heimavöll en það er golfvöllurinn í Borgarnesi. Völlurinn er rétt fyrir utan bæinn norðan megin.
Völlurinn er par 72 og var 5714 metrar á gulum í fyrra en nú hefur verið bætt við 4 nýum holum. Ef þú ferð á völlinn einhvern tímann frá miðjum júní - september er hann með mjög góð grín og brautirnar eru góðar. Það er soldið mikið af trjám á vellinum en samt eru þau ekki svo mikið í leik . Fyrsta brautin í sumar verður löng par 4 braut en hún var önnur braut í fyrra. Sú braut er núna talinn erfiðasta hola vallarins en margar hoæur fylgja fast á eftir. Síðan er 2.braut en myndin er af henni um vetur. Þessi braut er nú frekar létt en getur verið erfið fyrir slæsara. 2.brautinn er samt mest þekkt fyrir nærst stræstu coke dós í heimi (minnir að hún sé nærst stærts). Síðan er 3. bratuin en hún er létt par 4 braut þar sem högglengstu menn slá inná í driveinu. 4.braut er síðan falleg par 4 braut með vatni fyrir framan grínið og líka fyrir aftan. 5. braut er stutt par 4.braut sem er lílega léttasta hola vallarins í sumar. Síðan er par 5 braut sem er bein en brautinn hallar til vinstri að vatni og erú tré fyrir aftan og við hliðiná gríninu. 7. braut er síðan par 4 braut þar sem inná höggið er blint yfir gamla grínið á þeirri braut. 8.braut verður síðan par þrjú braut yfir vatn og með hól fyrir aftan. En hún er fyrsta af 4 nýju holunum. Síðan er 9. en hún er líka ný. Hún er par fimm brat sem liggur í dogleg til vinstri og meðfram klettum og síðan er grínið hærra en brautin og umgrinkt klettum. Síðan er það 10.braut en hún er stutt par 4 braut þar sem menn eiga möguleika á því að reyna fara inná í driveinu en ef það mistekst er boltinn týndur og maður þarf að taka 3 á teig. Síðan er það löng par 3 hola og margar konur sem eru með 20+ í forgjöf gætu þurft driver til þess að komast inná og ég mundi ekki lofa því að þið munið komast inná þótt þið hittið hann vel. Síðan er það 12. en hún er gamla 9 og er falleg par 4 hola.
Síðan er líka verið að stækka völlinn meira og það er verið að byggja golfhótel við völlinn og ég mæli með að fólk kíki á það.

Ég vona að fleiri komi með svona greinar um sinn heimavöll svo maður geti séð hverju maður á að búast við í sumar ef maður sé að skella sér á aðra velli.