Jæja núna fer maður að byrja í golfinu. Ekki nema marr sé byrjaður. En ég er búin að fara 9 holur i vor og ekki gékk það nú vel, það var ekkert nema pirringurinn.
En núna fer að koma að 1. mai mótinu á Hellu og ætli marr verði ekki viðstaddur. Mér skilst á öllum og öllu að þetta sé með þeim stæðstu mótum á Íslandi. Eða þið skiljið?!
Öll fjölskyldan mín tekur þátt í móti nema ég og litli bróðir. Samt verðum við þarna að vinna ekkað….

En annars þá byrjaði ég í golfi í fyrrasumar og ekki er mér að ganga vel. Pabbi er með 2.3 í forgjöf Stóri brói er með 5 í forgjöf, litli brói er með 13.3 í forgjöf, mamma með 17 í forgjöf svo kem ég með fulla.
Híhí jámm ég veit að þetta kemur ekkert við en ekkersstaðar verð ég að láta reiði mína koma út.
Það er nefnilega málið að ég ÞOLI ekki að spila með þeim, þau eru miklu betri en ég og eru alltaf að sýna mér og hjálpa sem er auddað gott. En þetta er ekkað svo ömurlegt þegar litli brói sem er tveim árum yngri er farin að slá ekkerja 200 m or some á meðan ég læt minn rúlla 50 metra. Hvað á marr að gera á ég að spila með þeim og reyna vanda mig eða taka vinkonur mínar með sem spila ekki golf og æfi mig með þeim?!

Jæja þetta fer að verða nóg í bili. En ég veit ekki kort það sé ennþá hægt að fá rástíma í 1. mai-mótið. En ef þið viljið tíma þá er hægt að skrá sig á golf.is og/eða í síma 4878208 (golfskálinn Hella) maður verður að vera orðin 16 eða með minna en 10 í forgjöf….
Vona að þið eigið gott golf sumar í sumar :p og vonandi lækkiði ykkur í forgjöf…..
Kveðja Dutta