Nýjar rannsóknir á spöriskjulöguðum smávetarbrautum (vá..) við Háskólann í Cambridge í Bretlandi benda til þess að í fyrsta skipti hafi verið uppgvötuð ytri mörk vetrarbrauta.

Hópurinn sem á heiðurinn af þessum uppgvötunum kynnti þær á 25. samkomu alþjóðlegu stjörnufræði samfélagsins (General Assembly of the International Astronomical Union). Þessar rannsóknir gætu átt stóran hlut í því að útskýra hvernig stærri vetrarbrautir myndast, einnig Mjólkurvegurinn okkar.

En meira um rannsóknina..

Þessar fáu spöriskjulaga smávetrarbrautir innihalda fáar sýnilegar stjörnur, en gríðarlegt magn af myrkvaefni (vér leitum enn að góðri þýðingu á orðinu “Dark Matter” - dimmuefni er bara eitthvað svo hallræislegt). Myrkvaefni gefur ekki frá sér geisla sem vísindamenn nútímans geta mælt. Stjörnufræðingarnar rannsökuðu þessar vetrarbrautir með nokkrum af öflugustu stjörnukíkjum sem taka við sýnilegu ljósi á jörðinni til að finna svör við þessum dimmu leyndarmálum. Sporiskulaga smávetrarbrautir eru taldar vera grunnurinn á þeim stóru vetrarbrautum sem við sjáum í dag.

Með því að rannsaka hreyfinar margra stjarnanna hafa stjörnufræðingar getað séð út hvernig massi vetrarbrautana dreifist. Þegar stjörnufræðingarnir rannsökuðu eina vetrarbrautina, Drekan, sáu þeir að ytri stjörnurnar voru að ferðast svo hratt að vetrarbrautin gat einungis haldist saman ef hún innhéldi 100 sinnum meira magn af myrkvaefni en sýnilegu efni. Með því að nota nákvæm reiknilíkön af hreyfinu stjarna í vetrarbraut með miklu magni myrkvaefnis gátu þeir sýnt fram á að þetta ferli gæti einungis átt sér stað ef að vetrarbrautin var umlukin stóru skýji af myrkvaefni.

Rannsóknir á smávetrarbrautinni í Litla Birni kom með ný vandamál inn í rannsóknina. Rannsóknarhópurinn fann hóp af stjörnum sem ferðuðust mun hægar en allar hinar stjörnunrar. Þær voru upprunarleg stjörnukerfi, svokölluð “globular cluster”. Með réttu ætti þessi þoka að hafa dreyfst um vetrarbrautina en heldur enn saman. Stjörnufræðingarnir komust að þeirri niðurstöðu að myrkvaefnið væri það eina sem gæti haldið því saman, og er það því allt öðruvísi uppröðun en í stærri vetrarbrautum.

Good night.
Reason is immortal, all else mortal.