Gleymt lykilorð
Nýskráning
Gæludýr

Gæludýr

3.123 eru með Gæludýr sem áhugamál
10.972 stig
355 greinar
760 þræðir
15 tilkynningar
478 myndir
566 kannanir
6.127 álit
Meira

Ofurhugar

Begga Begga 406 stig
Pingvin Pingvin 282 stig
eessess eessess 278 stig
Sweet Sweet 214 stig
girlygirl girlygirl 170 stig
evaslefa evaslefa 138 stig
Rikki Rikki 130 stig

Stjórnendur

Dýr vikunnar 7. júlí - 13. júlí er Stalín. Eigandi hans er Arasaka.


Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

1. Nafn gæludýrsins: Stalín
2. Aldur: c.a. 5 ára
3. Afmælisdagur: í ágúst..?
4. Kyn: Kvenkyns
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns? Hvernig gerðirðu það seinast? Ég veit ekki einu sinni nákvæma dagsetningu, svo nei.
6. Fær dýrið pakka á jólunum? Hvað fékk hann á seinustu jólum? Já, við reyndum einu sinni að gefa henni mat en hún vildi ekki sjá hann, svo nú um síðustu jól gaf ég henni nýja bolta og tístandi mús sem hægt er að hengja í hurðarop.
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig? Tæknilega séð fékk bróðir minn hana að gjöf í september 2002 en þar sem hann flutti suður stuttu seinna þá tók ég hana að mér. Nú bý ég ekki hjá henni, en í hvert skipti sem ég fer í heimsókn norður sefur hún á koddanum hjá mér.
8. Kann dýrið einhver trikk? Já. Hún kann á rennilása (sem hún notar til að komast í hárteygjurnar mínar), skilur hvernig hurðir virka (þótt hún nái aldrei taki á hurðarhúninum), getur opnað sturtuna, kann á biluðu hurðina heima að tölvuherberginu þar sem nálapúðinn er geymdur. Nálapúðinn er í miklu uppáhaldi. :P Hún er líka rosalega hænd að mér og kemur alltaf heim þegar ég kalla á hana, jafnvel þótt hún viti að ég ætli að loka hana inni.
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja? „Hvað þykist þið vera að gera við húsið mitt?"
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu: Um síðustu jól fórum við norður með hund mágkonu minnar og Stalín varð ekki sátt. Hún flúði tvisvar svo hátt upp í tré að nágranninn þurfti að ná í stiga til að sækja hana, fann út örugga leið til að stökkva út um gluggann af annarri hæð og kom ekki heim á kvöldin fyrr en ég fór út og sótti hana. Önnur góð saga: Þegar hún var kettlingur var hún vön að vekja mann með því að stinga vígtönnunum neðri góms upp í nasirnar á manni og bíta. Ekki góð leið til að vakna.

Dýr vikunnar 19. febrúar - 25. febrúar er Hómer. Eigandi hans er PraiseTheLeaf.


Photobucket - Video and Image Hosting

1. Nafn gæludýrsins: Hómer.
2. Aldur: 13 mánaða.
3. Afmælisdagur: 17. desember
4. Kyn: karlkyns
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns? Hvernig gerðirðu það seinast? Nei, hef ekki gert það.
6. Fær dýrið pakka á jólunum? Hvað fékk hann á seinustu jólum? Nei engan pakka en hann fékk jólamatinn kl. 18:00 á aðfangadag :D Hunangskornstöng sem hann er alveg vitlaus í og fær eingöngu þegar e-ð sérstakt er að gerast.
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig? Ég fékk hann 13. febrúar 2006, leist svo vel á hann í Dýraríkinu og gat ekki annað en keypt þetta krútt.
8. Kann dýrið einhver trikk? Já hann kann að taka frontinn af gsm-símanum mínum. Hann hristir hausinn upp og niður þegar maður segir "hey hey hey hey". Hann kann að kyssa (allavega gerir það stundum eftir skipun), hann labbar náttúrlega "stigann". Hann þvær líka alltaf kornið sitt í vatninu áður en hann borðar það en það er kannski ekki beint trikk? Hann er sífellt að læra nýja hluti..
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja? Ekki hugmynd. Eflaust bara "halló" eða "hæ" og jafnvel nafnið sitt.
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu: Hmm.. Skemmtilegt og ekki skemmtilegt: Hann heldur að ég sé makinn sinn. Hann reynir hömpast á mér í tíma og ótíma og þess á milli matar hann mig (sem ég auðvitað leyfi honum ekki að gera). Þetta gera þeir víst við maka sína þegar þær liggja á eggjunum á mökunartímanum var mér sagt. Hann er mjög ástríkur ástarfugl ;) Annars er margt annað skemmtilegt sem hann gerir nánast daglega :)

Dýr vikunnar 2. febrúar - 8. febrúar er Aþena. Eigandi hennar er torunn22.


Photobucket - Video and Image Hosting

1. Nafn gæludýrsins: Aþena.
2. Aldur: þriggja mánaða.
3. Afmælisdagur: 24. október
4. Kyn: Kvenkyns
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns? Hvernig gerðirðu það seinast? Hún hefur ekki átt afmæli ennþá!
6. Fær dýrið pakka á jólunum? Hvað fékk hann á seinustu jólum? Hún fékk hunangsstöng.
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig? Við fengum hana frá Dýralandi, vorum búin að óska eftir dvergakanínu í gegnum síma, og vorum svo heppin að fá lionhead kanínu sem er sjaldgæf kanínutegund.
8. Kann dýrið einhver trikk? Já, lyfta lokinu á búrinu sínu og hoppa út.
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja? ,,Brennum búrið"
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu: Hún var búin að fá að hlaupa lengi um húsið og var komin í mikið stuð, þegar ég gleðispillir setti hana í búrið sitt. Hún tók sig til og lyfti lokinu á búrinu sínu og stökk út. Svo nagaði hún snúruna á ipod hátalaranum í sundur, fékk sér ,,smá" af hafrakexinu og þegar ég kom að henni lá hún steinsofandi upp í rúminu mínu, örmagna eftir afrek dagsins.

Dýr vikunnar 11. janúar - 17. janúar er Lýra. Eigandi hennar er Hrislaa


Photobucket - Video and Image Hosting

1. Nafn gæludýrsins: Lýra.
2. Aldur: 2 og hálfs árs.
3. Afmælisdagur: 1. júlí.
4. Kyn: Kvenkyns
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns? Hvernig gerðirðu það seinast? Held ekkert sérstaklega upp á það, en ég gef henni alltaf eitthvað hundadót.
6. Fær dýrið pakka á jólunum? Hvað fékk hann á seinustu jólum? Já, á seinustu jólum fékk hún bein.
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig? Ég fékk hana þegar hún var 10 vikna og við fengum hana frá Akranesi, en mamma hennar og pabbi búa þar.
8. Kann dýrið einhver trikk? Hún kann þetta venjulega hundadót; setjast, leggjast, gefa manni "five" og fleira.
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja? "Mig langar úúút".
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu: Þær eru ótal margar.. Sú nýlegasta er að ég og bróðir minn pöntuðum pizzu um daginn en gleymdum henni svo á stofuborðinu (hálfétinni) rétt á meðan við skruppum út að legja mynd. Þegar við komum heim var pizzukassinn í körfunni hennar, galtómur. Svo um jólin var opið út á svalir og hún náði að laumast þangað út en kalkúnninn var þar. Mamma fór svo fyrir tilviljun út á svalir að ná í eitthvað og sér Lýru þá þar vera að éta kalkúninn! En hún var samt bara búin að naga aðeins í bakið á honum (sá hluti sem maður borðar ekki) lítillega sem betur fer. Hún er algjört átvagl. :)

Dýr vikunnar 4. janúar - 10. janúar er Kyoko. Eigandi hennar er fionalecruz.


Photobucket - Video and Image Hosting

1. Nafn gæludýrsins: Kyoko
2. Aldur: 1 og hálfs árs
3. Afmælisdagur: 23. júní
4. Kyn: Kvenkyns
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns? Hvernig gerðirðu það seinast? Já, ég gaf henni klórustöng og fleira dót í afmælisgjöf.
6. Fær dýrið pakka á jólunum? Hvað fékk hann á seinustu jólum? Já, á seinustu jólum fékk hún bangsa sem fékk nafnið Kiwi og er hennar besti vinur í dag þar sem hún er einmanna innikisa.
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig? Ég fékk Kyoko þegar hún var 8 vikna frá fólki úr Bústaðarhverfinu, "frænka" mín hafði sagt mér að vinkona hennar þyrfti að losna við kettlinga, ég kíkti á þá og viku seinna var ég komin með lítinn kettling upp í hendurnar.
8. Kann dýrið einhver trikk? Já, ætli það ekki. Hún kemur með bolta til manns þegar hún vill leika. Hún vælir fyrir utan klósettið þegar hún vill drekka úr krananum sem kallast trúlega trikk ^^
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja? "Látið mig vera, en þið eruð samt sæt."
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu: Einu sinni þegar hún var kettlingur þá hoppaði hún ofan í klósettið og varð alveg svakalega blaut og sorgleg á svipin. Svo hefur hún stolið hálfri agúrku af eldhúsborðinu, farið með hana fram í stofu og nagað hana alla! Svo hefur hún líka stolið poka með harðfisk og borðað hann nánast allann! Þannig hún var mjög sniðug að prakkarast þegar hún var lítill kettlingur. Annars er hún vanalega að kúra alein, spá í lífíð og vera sæt. Það er það sem hún gerir :)

Dýr vikunnar 27. desember - 3. janúar er Rauðhóla Ísold. Eigandi Ísoldar er yrjarey.


Photobucket - Video and Image Hosting

1. Nafn gæludýrsins: Rauðhóla Ísold
2. Aldur: 4 ára
3. Afmælisdagur: 30. nóvember
4. Kyn: KVK
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns? Hvernig gerðirðu það seinast? Já, bauð nokkrum vinum mínum og vinum hennar (kisuvini)
6. Fær dýrið pakka á jólunum? Hvað fékk hann á seinustu jólum? Já, hún fékk mýs, bolta og nammi..en hún borðaði ekki nammið (borðar ekki nammi :S)
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig? Ég fékk Ísold fyrir tveimur árum. Áður bjó hún Birgittu Haukdal svo foreldrum Hanna.
8. Kann dýrið einhver trikk? Hún kann að sækja og fer með mér í göngutúr í bandi 3-5 sinnum í viku ;)
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja? Klóraðu mér nú aðeins bakvið ólina mína :)
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu: Hún Ísold elskar bíla og hefur gaman á því að fara inn í þá og svona og einu sinni var nágranninn að fara einhvert í Reykjavík þegar hann var að fara út úr bílnum og þá sá hann hana malandi í aftursætinu ;)

Dýr vikunnar 20. - 26. desember er Korkur. Eigandi Korks er Kisakis.


Photobucket - Video and Image Hosting

1. Nafn gæludýrsins: Korkur
2. Aldur: 2 ára
3. Afmælisdagur: 11.júlí
4. Kyn: Karlkyn
5. Heldurðu upp á afmæli gæludýrsins þíns? Hvernig gerðirðu það seinast? Já, mamma mín gerði tertu og hann fékk allskonar góðgæti og pakka.
6. Fær dýrið pakka á jólunum? Hvað fékk hann á seinustu jólum? Já, hann fékk eitthvað dót minnir mig.
7. Hvenær fékkstu dýrið og hvernig? Ég fékk Kork þegar hann var lítill man samt ekki allveg hvað hann var gamall, en það var kall sem gaf mér hann.
8. Kann dýrið einhver trikk? Já, hann getur farið í kollhnís með smá hjálp
9. Ef dýrið þitt kynni að tala, hvað myndi það segja? Viltu knús?
10. Segðu okkur skemmtilega sögu af dýrinu þínu: Þegar hann var að kúra með mér, þá þurfti hann á klóstið og það var lokuð hurðin, jólakjóllinn minn var á gólfinu út í horni og það var frábær staður fyrir hann að geera úrgangslosun.

Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok