Kanínur Ég ákvað að láta hér smá fróðleik um kanínur ef einhver er að pæla í einni.


Kanínur eru gæludýr sem sennilega allir kannast við og auðvelt er að falla fyrir löngum eyrunum og góðlegum andliturm sem stara á mann úr búrum dýrabúðanna borgarinnar. En áður en maður stekkur til að kaupa eina slíka er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru töluvert krefjandi gæludýr sem þurfa alúð, athygli og rétta umhirðu, annars geta þær orðið grimmar og leiðinlegar!

Kanínur þurfa að fá að komast út úr búrinu og hlaupa daglega og það er mikilvægt að þær séu kynntar fyrir umhverfi sínu, manneskjum og áreiti frá unga aldri svo að þær verði ekki stresaðar og hræddar. En ef rétt er farið að verða þetta sannarlega skemmtilegir félagar sem taka á móti þér með hoppum og kátínu, njóta þess að fá klapp og knús og geta farið lausar um húsið!

Kanínur eru til í ýmsum stærðum og gerðum, allt frá dverg kanínum sem eru bara nokkur hundruð grömm upp í risa kanínur sem geta verið allt að 8 kíló og hafa allar tegungirnar eitthvað til brunns að bera og gaman getur verið að kynna sér eiginleika mismunandi tegunda. Á Íslandi er ekki mikil gælukanínurækt og meðalstórar kanínur með uppsett eyru eru algengastar, en erlendis eru ræktendur sem sérhæfa sig í mismunandi tegundum kanína, gefnar eru út ættbækur og haldnar stórar ræktunarsýningar. Enda eru til yfir 50 tegundir kanína! Það er samt nokkuð úrval á Íslandi og oft er hægt að finna kanínu með lafandi eyru eða loðna kanínu ef dýrabúðir eru vel þræddar.

Þegar þú velur þér kanínu skaltu leita eftir rétt einstaklingnum. Þótt þær séu minni en hundar og kettir geta þær lifað töluvert lengi með réttri umönnun og orðir mjög góðir félagar. Með lagni er hægt að kenna þeim að gera stykkin sín bara á sérstakan stað í búrinu og venja þær á að fara þangað, javnvel þegar þær eru lausar! Þannig geta þær fengið að hreyfa sig um íbúðina án þess að sóða út. Það þarf samt að passa sig á gera íbúðina ,,kanínu helda'' þar sem þær geta nagað snúrur og eyðilagt bækur, jafnvel farið í eitraðar plöntur svo það þarf að gæta fyllsu varúðar. Kanínur eru félagsverur í eðli sínu og njóta þess að vera með eigendum sínum. Þær eru ekki gefnar fyrir að sitja í fanginu tímunum saman en það er skemmtilegt fylgjast með þeim kanna heimilið og leika sér enda eru þær bæði forvitnar og skemmtilegar. Þær hafa mikinn persónuleika - sumar eru róleg kúrudýr og aðrar ofvirkir hopparar! Því betur sem þú kynnist kanínunni þinni því fleiri hliðar á persónuleika hennar sérðu. Þegar hún fer að treysta þér getur farið svo að í stað þess að þú sækist eftir klappi sjálf fari hún að sækjast eftir klappi sjálf.

Kanínur eru með sterkar afturlappir sem þær þurfa að fá að nota og verða að fá stórt búr þar sem þær geta teygt almennilega úr sér, legið og slakað á og tekið góg hopp. Sumir kjósa að smíða fyrir þær úti í garði og ef það er útibúr með hitaperu og vel einangruðum kofa geta þær búið þar allt árið, meira segja á Íslandi. En sífellt fleiri kjósa að hafa þær inni svo hægt sé að umgangast þæe meira og þær verði gæfari og þá dugir vel rúmgott búr úr dýrabúð svo lengi swm þær fá að vera lausar dag hvern og hreyfa sig.

Eins og öll dýr þurfa kanínur alltaf að hafa aðgang að hreinu vatni. Besta er að hafa það í brúsa svo það haldist hreint. Einnig er mikilvægt að þær fái vandað fóður sérstaklega fyrir kanínur. Ef þær fá fræblöndu þarf að passa að þær borði alla bitana en margar eru miklis sælkerar og velja bara bestu kornin og skija hin eftir og fitna þá hratt. Ferkst fóður þarf að kynna hægt og rólega svo þær fái ekki í magann og svo er hægt að gefa þeim það daglega. Hver kanína hefur sinn smekk en með því að bjóða aftur og aftur grænmeti venjast þær því hægt og rólega og fara að smakka aðrar tegungir. Hey ætti líka alltaf að vera til staðar, því þeim finnst gott að kúra í því og borða það svo, það þarf líka að skipta um hey í búrinu. Mikið úrval af undirlagi fæst í dýrabúðum og mjög einstaklingsbundið hvernig fólki finnst best að útbúa búrið. Kanínur velja sér yfirleitt eitt eða tvo horn til að gera stykkin sín í avo sumir kaupa sérstakt kanínu ,,klósett,, sem eru í raun bara minni bakkar settir í hornin, til að auðvelda sér að þrífa búrið. Það einfaldar líka málin þegar byrjað er að sleppa henni um íbúðina að hún sé vön því að pissa alltaf í sama hornið því þær eru vana fastar og halda oftast áfram að fara í búrið sitt ef plássið er stækkað hægt og rólega.

Um kynþroska breytist oft hegðun þeirra til hins verra, sérstlega hjá karlkyninu. Þeir fara javnvel að merkja sér sitt svæði og einstaka kanína verður jafnvel árásagjörn. Oft batnar þetta til muna með geldingu, sem er ódýr og einföld aðgerð sem hægt er að mæla með jafnvel þó engin hegðunarvandamál séu til staðar. Þeir róast gjarnan og verða með færilegi og þægilegri í umgengni. Kanínur eru skemmtileg en krefjandi sem þurfa meiri umönnun en margir gera sér grein fyrir! Ef þú ert að hugsa um að fá þér kanínu skaltu hugsa m´lið rækilega fyrst, þær eru vissulega mun auðveldari gæludýr en hundar og kettir en þurfa samt töluverða umönnun til að haldast hamingjusamar.

Hitstig kanína
Kanínur ætti að hafa á kaldasta og rakaminnsta stað hússins. Rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni á öndunarfærasjúkdómum hjá kanínum sem búa í heitu, röku umhverfi með slæma loftræstingu borið saman við kanínur sem eru í köldu, þurru umhverfi með góða loftræstingu. Rakir kjallarar eru einn versti staður sem hægt er að hugsa sér fyrir kanínur. Ef kanínur þurfa að vera í kjöllurum þá skyldi fjárfesta í tæki til að þurrka loftið og viftu til að halda raka í burtu og bæta loftræstinguna.

Besta hitastigið fyrir kanínur er 16-21 gráður. Þegar hitinn nær 24 gráðum er aukin tíðni á slefi og nefrennsli. Ef hitastigið nær 26 gráðum og yfir, og ef loftrakinn er mikill, er mjög mikil hætta á lífshættulegu hitaslagi. Á mjög heitum dögum getur verið gott að setja mjólkurfernu með ís í búrin, því það virkar sem færanleg loftkæling.

Passið upp á það sé alltaf aðgangur að köldu vatni, það hjálpar til við að halda líkamshitanum niðri. Ef að kanínan sýnir einkenni hitaslags, reynið þá að halda ísmola við eyrað eða væta alla kanínuna varlega með köldu (ekki ísköldu) vatni. Ef hitaslagið er alvarlegt verður að fara með kanínuna til dýralæknis.

Ef að kanínur eru utanhúss í annaðhvort heitu eða köldu veðri, verður að sjá til þess að búrin séu í skjóli fyrir vind og sól. Að vetri til er gott að nota hálm til einangrunar. Passið upp á að skipta um vatn daglega, því að kanínan getur þornar upp ef vatnið er freðið í fleiri daga.

Og engin skítköst á þetta, ég neiddist til að skrifa þetta allt.