Frá því að hugi var stofnaður þá hefur hann gengið í gegnum ýmis skeið, eða réttara sagt notendur þess.
Og til að rifja upp “góðar” minningar í tilefni áramótanna, hvernig væri að nefna amk. eitt skeið, eða “tískubylgju” sem hefur gengið í gegn á huga?

Eitt skeið sem ég man eftir var þegar allir voru að stofna einhverja klúbba… Fyrst kom einn hugari með klúbb, og öðrum fannst það svo sniðugt að þeir stofnuðu fleiri til að vera fyndnir.
Og svo þegar allir voru að safna undirskriftum fyrir öllu.