Hamfarirnar á Haítí Sæl

Hamfarirnar á Haíti hafa sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum en í ljósi efnahagshrunsins ásamt hamfara og stríða sem á undan hafa gengið eru við hugsanlega orðin vanari slæmum fréttum og hugsanir okkar dvelja styttra á þeim.

Þetta er stærsti jarðskjálfti í yfir 200 ára sögu landsins og óttast er að tala látinna nái yfir 100.000. Það er auðveldlega hægt að hugsa sér að slasaðir séu margfalt fleiri og enn fleiri eru heimilislaus og geta litla björg sér veitt, þeirra á meðal börn.

Ég bið ykkur um að hugsa aðeins um þetta og ég hvet ykkur líka til að lesa ykkur til og jafnvel ræða þetta ykkar á meðal. Síðan vil ég biðja ykkur um að íhuga það hvort þið getið kannski látið af hendi rakna svo sem eins og andvirði einnar bíóferðar til söfnuninnar fyrir fórnarlömb jarðskjálftans.

Hægt er að gefa í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og með beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649.

Sýnum að við látum okkur þjáningar í heiminum varða þótt að mörg ykkar eruð kannski ekki komin á fullorðins aldur. Sýnum að þótt að aðrar þjóðir reyni að kúga okkur þá munum við alltaf svara kalli þeirra sem eru í nauð og koma til hjálpar.

Kveðja,
Vefstjóri