Kæru hugarar.

Þar sem ósætti varðandi rétt atferli er kemur að leiðréttingu/gagnrýni á málfari og/eða stafsetningu notenda er aldagamalt hér á Huga, en hefur þó aldrei fengið að kulna almennilega og blossar í sífellu upp í formi rifrilda inn á mörgum áhugamálum, hef ég ákveðið að framlengja umræðunni með því að draga saman hin ýmsu rök/skoðanir úr fyrri tilkynningu er ég taldi þurfa svara við.

Þar sem ég vil taka púlsinn á sem flestum er kemur að þessari umræðu sem og fá sem flesta í rökræðuna, leyfi ég mér að setja inn hér aðra tilkynningu þess efnis.

Grein mína má finna inn á /tilveran eða smella má á tengil er hér fylgir: Varðandi leiðréttingar/gagnrýni á málfari og stafsetningu.


***Viðbót***

Tigercop skrifaði góða grein um kærleik, þroska og tillitssemi í garð náungans sem ég legg til að fólk kynni sér. Hana má finna í eftirfarandi tengli: Sorgin knýr dyra - hvað getum við gert til að bæta netsamfélagið? Ert þú nógu þroskuð/aður til að hafa aðgang að netinu?