Hérna kemur svo seinni hlutinn af greininni.


2001-
2001 eru settar skýrari reglur um hvernig keyra megi læknabílana þegar öryggisbíllinn er á ferðinni eða undir rauðu flagg. Öll ökumannssæti þarf að vera hægt að losa með sama (eða engu) áhaldi og án þess að skera á sætisbeltin. Björgunarlið á brautum eru útbúin sérstökum tækjum til að skera í gegnum koltrefjar. Dekk eru núna fest með tveim keðjum í stað einnar og öryggisreglur fyrir brautarstarfsmenn eru auknar.

2002 leyfir FIA að gögn séu send úr bíl á þjónustusvæðið og einnig að hægt sé að senda gögn frá þjónustusvæði í bílinn til að endurstilla bílinn. Við ákveðnar aðstæður væri jafnvel hægt að minnka vélasnúning eða jafnvel drepa á bílunum. Afturljósin voru líka stækkuð. Nokkrar brautir fara í gegnum endurbætur árið 2003 til að auka öryggi og brautirnar í Bahrain og Shanghai, sem teknar voru í notkun árið 2004, gefa tóninn hvað varðar öryggi. Hjálmar þurfa að standast enn strangari prófun og HANS-búnaðurinn (Head And Neck Support) verður hluti af skylduðum hlífðarbúningi ökumanna.

2005 eru höfuðpúðarnir inn í ökumannsklefanum eru stækkaðir, keðjurnar sem festa dekkin við yfirbygginguna þurfa að standast 6 tonna tog hver. 2007 er díóðum er komið fyrir í bílunum til að auðvelda ökumönnum að gera sér grein fyrir merkjum frá brautarstarfsmönnum og hraði á þjónustusvæði er lækkaður úr 100 km/klst niður í 80 km/klst.


Nokkrar staðreyndir um stöðuna í dag
Hlífðarbúnaður ökumanna:
Nútímakeppnisgallar eru gerðir úr efni sem er bæði mjög létt og þunnt til að auðvelda allar hreyfingar. Efnið þarf líka að geta andað, þar sem líkamleg áreynsla í Formúlu 1 er mjög mikil. Allar auglýsingar og efnisbútar sem festir eru á gallann eru gerðir úr þessu sama efni, sem og tvinninn sem notaður er til að sauma gallana saman.

Höldin sem eru á öxlum keppnisgallanna eru notuð þegar þarf að ná ökumanni upp úr bílnum. Þess vegna þurfa þau að vera nógu sterk til að geta borið samanlagða þyngd ökumanns og sætis. Hanskar og skósólar eru gerðir eins þunnir og hægt er til að tryggja að ökumaður hafi sem besta tilfinningu fyrir stýri og pedulum.

Hjálmarnir, sem ökumenn nota, eru nú um 1,25 kg á þyngd en voru upp í 2 kg í kringum 1980, sem hefur töluvert að segja þegar G-krafturinn er farinn að segja til sín. Hver hjálmur er gerður úr mörgum lögum af koltrefjum, mismunandi plastefnum, meðal annars því sem notað er í mörg skotheld vesti, og eldvörðu efni, því sama og notað er í keppnisgallana. Þrátt fyrir öll nýtískulegu efnin sem notuð eru í hjálmana eru þeir enn handmálaðir. Slíkt starf krefst hundruð vinnustunda þegar kemur að flóknari munstrum og flestir ökumenn nota nokkra hjálma á hverju tímabili.

Undir þessu öllu saman er ökumaðurinn síðan í eldvörðum undirfatnaði. Ökumenn sem klæðast Nomex-3 göllunum geta því þolað við í allt að 11 sekúndur í upp í 840°C.


Öryggi á keppnisstað:
Öryggisbíllinn sem nú er notaður er Mercedes-Benz SL 63 AMG og ökumaðurinn er Bernd Maylander, sem starfað hefur sem opinber ökumaður öryggisbílsins síðan árið 2000.

Öryggi Formúlu 1 áhorfenda er gætt af um það bil 150 öryggisstarfsmönnum og um það bil 130 læknum og súkraliðum til viðbótar.
Læknisaðstaðan á Formúlu 1 braut yfir keppnishelgi senst fullkomlega samanburð við nútíma sjúkrahús. Hún er útbúin öllum nauðsynlegum tækjum, svo sem endurlífgunarbúnaði og heilli skurðstofu. Þessi aðstaða er í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn og eru þrjár vaktir sem sjá um að manna aðstöðuna. Hver vakt samanstendur af skurðlækni, svæfingarlækni og sex súkraliðum. Að auki eru um 15 sjúkrahús í nágrenni sett í viðbragðsstöðu um hverja keppnishelgi.
Tveir sjúkrabílar og þyrla mönnuð lækni, tveim sjúkraliðum og flugmanni eru í viðbragðsstöðu alla keppnina. Önnur þyrla er í viðbragðsstöðu fyrir utan keppnisbrautina og fjórir sjúkrabílar eru að auki staðsettir umhverfis brautina.

Að minnsta kosti fimm slökkviliðsbílar, hver mannaður fjórum slökkviliðsmönnum, eru staðsettir á víð og dreif um brautina. Að auki eru fjórir S-bílar (salvage cars), tveir R-bílar (rescue cars) og tvö björgunarlið (sem sjá um að losa ökumenn ef á þarf að halda). S-bílarnir eru með klippibúnað og slökkvibúnað, og geta að auki dregið bíla í burtu ef þess er mikil þörf. R-bílarnir eru mannaðir neyðarlækni, fjórum sjúkraliðum og ökumanni. Þeir geta komist hvert sem er á brautinni á innan við 30 sekúndum.

Yfirlæknir FIA er síðan í sérstökum læknabíl og er mættur á svæðið í hvert sinn sem líkur eru á að um alvarlegt slys sé að ræða.



Heimildir
http://atlasf1.autosport.com/news/safety.html
http://www.formula1.com/inside_f1/safety/a_history_of_safety_in_formula_one
http://www.formula1.com/inside_f1/safety/driver_clothing
http://www.formula1.com/inside_f1/safety/did_you_know
http://www.formula1.com/inside_f1/safety/medical
http://www.formula1.com/inside_f1/safety/helmets
http://www.formula1.com/inside_f1/safety/the_safety_car_and_its_driver
Stupid men are often capable of things the clever would not dare to contemplate…