Eftir að ég hóf störf í Stavanger í Noregi hef ég betur áttaði mig á mikilvægi olíu og gas í Noregi fyrir atvinnulífið.

Flestir starfa beint eða óbeint innan olíu og gas geirans hér og einnig að miklu leyti í Noregi í heild sinni.

Ólía og gas er eins og rauður þráður í gegnum þjóðfélagið og skapar langa virðiskeðju atvinnulífs.
Hér er lítið sem ekkert atvinnuleysi, gott aðgengi að lánsfjármagni og þótt verðlag sé hátt er kaupmáttur góður.

Þetta minnir mig á Vestmannaeyjar þegar ég bjó þar um tíma á yngri árum.

Þá var það fiskurinn og fiskvinnslan sem skapaði rauða þráðinn í því bæjarfélagi.

Ætli Íslendingar eigi eftir að upplifa svipað og Norðmenn ef leit á Drekasvæðinu skilar árangri?

Til að tryggja að Íslendingar nái að skapa svipaða aðstöðu og Norðmenn þarf þekkingin og þjónustan að koma frá Íslandi í eins miklum mæli og hægt er.

Hér verður manni hugsað til háskólanna. Einnig þarf stuðningur opinbera aðila að liggja fyrir og frumkvöðlafyrirtækja hér á Íslandi.

Ekki er ástæða til þess að finna hjólið upp að nýju og því mikilvægt að taka upp samstarf við erlend ráðgjafar og þjónustufyrirtæki í þessum iðnaði til þess að koma á fót þjónustu frá Íslandi.

Ef ekki verður haldið rétt á spöðunum verður Drekasvæðið þjónustað frá öðrum löndum svo sem Noregi og Ísland fengi aðeins skattheimtur af olíu og gasvinnslunni (sem reyndar yrði dágóð upphæð ef úr yrði) og þar með myndi ekki byggjast upp olíu og gas þekking á Íslandi.

Hjalti Sölvason