1994 var ég búinn að sjá í gegnum leikrit Davíðs Odds, eða öllu heldur sirkus hans. Þetta eru ekkert rosalega margir einstaklingar sem eru í hans náhirð. Hannes Hólmsteinn hefur verið í hlutverki Göbbels, og aðalskipuleggjandinn er Kjartan Gunnarson, sem hefur stjórnað Sjálfstæðisflokknum í tæpa 3 áratugi.

Það er með ólíkindum að hann sé ennþá í miðstjórn flokksins, því að í Sjálfstæðisflokknum eru margir blindir kettlingar, en samt ágætis fólk.

Það eru 4 einstaklingar sem bera ábyrðina á því að Icesave lendir á þjóðinni, um stund amk. Þetta eru fv. stjórnendur Landsbanka Íslands, Sigurjón, Björgúlfur, Halldór og Kjartan Gunnarson.

Bankinn var notaður sem peningaþvottavél af Rússnesku mafíunni, sennilega Seðlabankinn líka. Því lenti Landsbankinn á hryðjuverkalista Breta.

Auk þess fóru stjórnendur ekki að leiðbeiningum stjórnvalda í Hollandi og Bretlandi.

Hvert fóru þessir peningar um 3000 milljarðar króna? Núna eru komnar upplýsingar frá Bretum um hvert þeir peningar fóru. Það lenda margir í fangelsi út af þessum málum.

Kjartan Gunnarson tók skóla í Herfræðum eins og Geir Haarde. Það fyrsta sem þar er kennt er að það má fórna sannleikanum. Það er viðkvæðið í svona málum hjá þeim og þeir halda að þeir komist upp með að blekkja alla endalaust.

Ráðningar í allar helsu stöður hafa verið pólitískar. Öllum mögulegum og ómögulegum eingum landsmanna hefur verið stolið af þessu gengi. Þetta hefur samt verið gert með þeim hætti að líta á út fyrir að þetta sé löglegt.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn skiptu með sér bönkunum og því var logið upp að Björgúlfsfeðgar hefðu grætt svo mikið í Rússlandi að þeim var afhentur Landsbanki Íslands. Núna hefur komið í ljós að þeir fengu lán fyrir kaupverðinu frá KB banka.

Hugmyndin var að komast í Lífeyrissjóði landsmanna, og rýmka reglur til að fjárfesta í bönkunum. Þetta var með ráðum gert.

Pétur Blöndal ræddi um “fé án hirðis” sama gerði aðal áróðursmeistarinn Hannes Hólmsteinn.

Sukkið á síðan þjóðin að borga, þessir aðilar hafa auðvitað komið sínum aðilum fyrir í starfi Ríkislögreglustjóra og Ríkissaksóknara. Embættismannakerfið er orðið hagsmunatengt. Ef þú ekki þá…. með öðrum orðum, ef þú ert ekki í Sjálfstæðisflokknum og hallur undir klíkuna þá var ráðist á þig í starfi, eða annan hátt, eða jafnvel annan fjölskyldumeðlim. Svona haga bara óþverrar sér, en ég get bent á raunveruleg dæmi um þetta.

Ég held að það muni koma ýmislegt í ljós varðandi þessi bankamál, og slóðin er þegar ljós. Nokkuð sem þessir einstaklingar gera sér ekki grein fyrir. Þetta eru 3 af 10 stærstu gjaldþrotum sögunnar. Öll á íslandi, vegna glórulausrar spillingar í Sjálfstæðisflokknum (sumir tala um Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins)

Einnig held ég að þessi kreppa verði styttri en menn ætla núna.