http://visir.is/article/20071205/VIDSKIPTI06/71205010
Vöruskiptahalli í nýliðnum nóvember reyndist 2,6 milljarðar króna samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands birtir í dag.

Fluttar voru út vörur fyrir 31 milljarð en inn fyrir 33,5 milljarða. Til samanburðar voru fluttar út vörur fyrir tæpa 20 milljarða í nóvember í fyrra en inn fyrir rúma 33 milljarða. Vöruskiptahallinn reyndist þá rúmir 13 milljarðar og hefur því batnað um rúma tíu milljarða á milli ára.

Til að geta fjárfest í einhverju landi verður þú að eiga gjaldmiðil í landinu. Til þess að eiga gjaldmiðill þá veður þú að selja eitthvað í landinu. Þannig er heildarfjárfestingar í einhverju landi jafnt nettó útflutningi til landsins.

Viðskiptahallinn var 13 milljarðar í fyrra.
Það samsvarar 13 milljarðar fjárfestingu í íslensku efnahagskerfi.

Viðskiptahallinn hefur minkað um 10 milljarða á milli ára og er ekki nema 3 milljarðar í nóvember í ár. Nær allir þessir 10 milljarðar skýrast af auknum útflutningi.

Áhugi erlendra aðila á fjárfestingu á íslenskum markaði hefur því ekki minnkað heldur stendur í stað verðbólguleiðrétt. Á hinn bóginn hefur fjárfestingin í fyrra verið að skila sér í aukinni framleiðslu og útflutningi sem ber vitni um aukna getu og áhuga íslenskra aðila til þess að fjárfesta erlendis.

Þannig minnkar bilið. En á jákvæðan hátt.
Þetta er áhugavert í ljósi umræðunnar um íslensku útrásina, því útrás hlýtur að snúast um fjárfestingu íslenskra aðila erlendis.

Ég er nú alger amatör i hagfræði, en er það rangt skilið hjá mér að í ljósi vöruskiptahallans hingað til þá hafi það aðallega verið erlendir aðilar sem hafa verið að dæla peninga í íslenska aðila en ekki öfugt en núna sé þetta farið að breytast: Íslenskir aðilar eru farnir að fjárfesta í síaukna mæli erlendis (sem sést þá aðallega sem aukinn útflutningur).

Allavegna: Í ljósi þess finnst mér þessi frétt áhugaverð.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item180399/
Íslenska útrásin fjarar út

Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir breytingarnar á FL Group í gær boða mikil tíðindi. Hægjast muni á íslensku útrásinni og gengishækkanir hlutabréfa verði mun minni á næsta ári heldur en verið hefur undanfarin ár [...]

Er verið að snúa öllu á hvolf?