Framtíðin björt ??? Pælingar, vangaveltur og pínulítið kvefaður :/

Kæru fantasíu-unnendur (Wait... hljómaði þetta sexy... neee varla) og aðrir lesendur sem hafa ekki hugmynd um hví þeir eru hér.
 
Það er kominn tími til að ræða málin um hvað Square-Enix hefur uppá að bjóða fyrir komandi tíma. Það má segja að flestir eru á því að Square sé á leiðinni niður á við. Þar sem seinasta ár fór í dálítið fjármagns tap og forstjórinn steig frá. Hann var einnig búinn að nefna að Final Fantasy brand-ið hafi verið illa skaðað með innkomu Final Fantasy XIV. En hvað um það. Við skulum aðeins skoða það sem hefur verið að gerast seinustu ár og hvað við eigum von á í framtíðini þannig... við skulum taka hendurnar úr klofinu og klóra okkur aðeins í höfðinu  :D
 
Við skulum byrja á því sem við bíðum nú eftir:
 
Final Fantasy XV:

Tilkynntur á E3 á þessu ári með kynningar trailer sem að.. jú, vakti mikla athygli. Var sú athygli til hins góða eða hins verra. Flestir þeir sem að voru að taka vel í þennan trailer voru aðalega fólk sem ekki hafði nokkra reynslu á Final Fantasy, voru viljug samkvæmt könnun frá Famitsu, að prufukeyra þennan RPG. Við nostalgíu fanboyz-arnir vissum nú þegar af þessum leik nema þá undir nafninu Final Fantasy versus XIII. Ástæðan fyrir breytingunni á nafninu var einfaldlega sú, að versus-verkefnið var orðið frekar metnaðargjarnt (enda er hann búinn að vera í FULL Development síðan 2008, og var tease-aður 2006). En hvað finnst okkur? Er það rétt að númeruðu leikirnir taki nýjar stefnur sem að hófust í Final Fantasy XII ???(c.a). Breyting á spilun? Bardagakerfinu? Tja... ekki okkar fyrirtæki, þeir ættu að getað fattað það sjálfir þegar fólk fer að vera óánægt með þá.
Og hvað finnst okkur um þessa breytingu úr Versus XIII yfir í XV ?
...
Höldum áfram...
 
Kingdom Hearts III:
Ok, við skulum bara viðurkenna það... við misstum trúna, en fengum hana aftur. Það er mikið af fólki sem er búið að bíða, og bíða, og bíða, og bíða og loksins kom ljósið í myrkrinu. Admit it! Við viljum spila þennan. Margir voru orðnir pirraðir á að allir KH leikirnir sem að komu út á eftir KH2 væru Hand Held, en Nomura (leikstjóri og hönnuður....dö) er búinn að vera reyna að útskýra það að ef að enginn Dream Drop Distance hefði verið gerður, þá myndum við ekki getað fengið EPIC CONCLUSION á Xehanort í KH3. Spilunin á að vera samkvæmt fjölmiðlum, mjög lík DDD en líka evolution úr KH2... sem að ég veit bara ekkert hvernig á að virka. En í trailer-num sem sýndur var á E3 er greinilegur command bar í horninu v. Meginn sem stendur á ATTACK, MAGIC, ITEMS og svo er ‘‘?‘‘ neðst, sem að minnir ódauðlega mikið á KH og KH2 command bar-inn.
Litlar upplýsingar eru komnar um leikinn en fáum við meira af því á Disney EXPO 2013 í sept og Tokyo Game Show 2013 (held að það sé líka sept... eða okt... aaaa fu#k it). Það er vitað að Master lykillin sem að Eraqus átti er skolað upp á strönd Destiny‘s Island og Sora finnur hann. Af hverju??? Á ég að vita það! En annars er það þannig að Sora, Donald og Goofy fara saman í ferðalag til að leita að The Key to Return Hearts á meðan Riku og Mickey fara saman að leita af Aqua, Ventus og Terra.
Meira um þennan bráðlega...... vonandi...
Fólk er að vonast eftir Marvel og Star Wars veröldum, nú þar sem að Disney á bæði kvikindin... Hvað finnst ykkur um það ?
 
A Realm Reborn-Final Fantasy XIV:
Ekki expension pakki... Heldur glænýr og endurgerður FFXIV. Hann er væntanlegur á PS3, PS4 og Windows (býst ég við). Um er að ræða nýtt bardagkerfi, nýtt charecter creation, nýja veröld... bara allt nýtt, nema Chocobo-arnir verða alltaf eins. Beta útgáfan kom út í vor og þeir sem spilað hafa hana hafa bara gefið henni good reviews. Sem er fínt, held ég. Ég veit þó að ég er ekki að fara að spila hann en gaman væri að heyra frá ykkur um hvort þið ætlið að gera það J
PlayStation 3 útgáfan kom út núna þann 27 Ágúst en PS4 á að koma 2014.
 
 
Final Fantasy X/X-2 HD Remaster Ver:
Á 10 ára afmæli FFX (sem var 2011) átti þetta að koma út, en auðvitað tafðist það. Útgáfudagur er en ekki orðin skýr en Square-Enix segir en stranglega að þessi pakki komi út núna 2013.
Um er að ræða endurbyggðan FFX og FFX-2 saman í pakka sem kemur út á PS3 (Psvita er líka, en þá er sitt hvor leikur fyrir sig seldur).þetta er ekki Remake, heldur Remaster. Þannig grafíska hliðin á leiknum hefur verið uppfærð, meira að segja 60 lög úr soundtrack-inu hafa verið Remaster-uð í hel. Báðir leikirnir eru International útgáfurnar, þá eru auka boss fights og sonna... PLÚS, Last Mission pakkinn er innifalin í FFX-2 sem hefur aldrei verið gefið út áður í N-Ameríku og Evrópu. Last mission inniheldur smá auka söguþráð sem á sér stað eftir endirin á FFX-2 þegar að Yuna, Rikku og Paine hittast aftur á ný fyrir eitt mission í viðbót. Einnig hefur Nojima (ef að þú veist ekki hver hann er... ugh) skrifað sögu sem gerist eftir endirinn á FFX-2 og á hún að koma út á hljóði (audiobook) lesinn af raddleikurum leiksins.
Þessi pakki lítur ekkert illa út þannig séð. Ég bara persónulega finnst Tidus líta helmingi verr út í fésinu í þessari útgáfu :/
 
IGN fór yfir söguna á Final Fantasy í nýrri grein sem kom út skömmu eftir E3. Þar vitnuðu þeir í Kitase sem hafði mælt þau orð fyrir die hard ádáðendur að ekki missa vonina. Final Fantsy verður ekki eins og FF15 stefnir á að vera í framtíðini. Hann segir að pláss sé fyrir old school kerfið líka á nýjar tölvur... veit ekki hvort það sé hægt að treysta þessu, við sjáum bara til.
 
Annars má nefna titla á borð við Final Fantasy Type-0 sem kom út árið 2011 í japan. Það hafa engar upplýsingar um að koma honum yfir sjóinn og selja vestanhafs. Margir urðu spenntir fyrir honum... hann er svona mix af Crisis Core, Old School FF og sonna.
 
Drakengard 3 er kominn í development, svona fyrir þá sem að spiluðu hina tvo. Þeir voru ekkert að gera mikið mál úr því þarna í Square samt sem áður.
 
Og svo má kannski nefna Theif sem kemur fyrir PS3, PS4, Xbox 360, Xbox One og Windows. Um að gera kynna sér hann betur, því ég hef ekki gert það, hehe :D  
 
En hvað segið þið ?
Hvernig er fílingurinn í fólkinu?
Erum við að fíla útlitið á þessum nýju titlum?
Er ég sá eini sem er kvefaður?
Ætlar fólk að láta vaða í PS4? Eða kannski Xbox One... heh djók!

Endilega ræðum málin hressilega :)

Peace yo...