Semsagt, ég fékk mér LG Optimus One í september síðastliðnum, hef ekkert verið að pæla í öllum aukahlutunum og svona, fyrr en ég uppgötvaði að ég get fengið póstinn minn í símann. Það kæmi sér mjög vel fyrir mig þannig ég fór að fikta og kveikja á netinu og svona. Ok, allt í góðu, vel netið ,set inn lykilorðið og svona og kveiki á Wi-Fi'inu. Það leitar, tengist, og svo kemur bara Tenging óvirk! og svona gengur þetta trekk í trekk, leitar, finnur það, tengist, og svo er tengingin bara alltaf óvirk! Leitaði á netinu og sá að einhverjir aðrir hafa lent í þessu nákvæmlega sama, fann samt ekkert sem hjálpaði mér, eru einhverjir þarna úti sem gætu kunnað á þetta? Og kannski deilt visku sinni?
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.