Fyrstu farsímarnir voru svokölluðu NMT-símar og árið 1996 hófst notkun þessara síma á Íslandi.
Árið 1987, tæpu hálfu ári eftir að þeir komu í notkun voru notendur þeirra á Íslandi orðnir 200 talsins.
NMT-notendum fjölguðu afar hratt og notkun NMT-síma varð miklu meiri en nokkurn hafði grunað og þegar vinsældir þeirra voru sem mestar voru notendur þeirra á Íslandi rúmlega 27.000 talsins.

Fyrstu NMT-símarnir voru miklir fyrirferðar. Tólið var klunnalegt og símanum fylgdi stór, þung rafhlaða. Fljótlega var því hafist handa að þróa mun nettari og talsvert fullkomnari farsíma. Símarnir byggðust á stafrænni tækni. Í þeim átti að koma fyrir örgjafa sem geymdi ýmsar pesónulegar upplýsingar eigandans.

Árið 1992 var þetta nýja samevrópska farsímakerfi kynnt til sögunnar. Það fékk heitið GSM sem stendur fyrir “Global system for mobile Comunications”.

GSM-kerfið var tekið í notkun á Íslandi 16. Ágúst árið 1994. Íslendingar voru ekki lengi að opinbera nýjungagirni sína. GSM kerfið sló í gegn.
Þróun símtækjanna var mjög ör á tíunda áratugnum og fram yfir aldamót og samkeppni fyrirtækjanna afar hörð. Verð símtækjanna lækkaði og við það fjölgaði notendum enn.
Á árunum 1994-2006 var á hverju ári slegið met í fjölgun notenda. Árið 1998 komst Ísland jafnframt í hóp fárra landa þar sem farsímanúmer voru orðin fleiri en símanúmer í fastlínukerfinu og 61% þjóðarinnar var orðin farsímavæddur.

Árið 1997 var kynnt til sögunar svokölluð smáskilaboð eða SMS. Tölustafirnir á litlu símunum táknuðu þá ákveðna bókstafi eftir því hve oft var smellt á takkan og þannig mátti raða saman skrifuðum skilaboðum og senda yfir í annan GSM-síma.
SMS-umferðin jókst um rífleg 1000% árið 1999, eða úr 8000 skilaboðum á dag í 85.000.
Á fyristu árum nýrrar aldar voru send 5-6 milljónir SMS-skilaboða í hverjum mánuði um kerfi Símans.

Í byrjun árs 2003 var þessi tækni gerð enn fullkomnari þegar kynnt var til sögunnar svokölluð
MMS-þjónusta. Með henni var hægt að senda myndir og hljóðskrár milli síma og af vefsíðum og jafnframt mátti senda slíkar skrár inná vefsíður í tölvum. Símarnir sjálfir breyttust auðvitað um leið og voru þeir tæknilegustu búnir litlum myndavélum. Var þá hægt að smella af ljósmynd eða taka upp stutt myndskeið og senda umsvifalaust í annan síma eða tölvu.

Þótt GSM-síminn hafi ekki komist í almennilega notkunn fyrr en á tíunda áratuginum hefur þróun hans orðið svo hörð að menn velta því fyrir sér hvort lengur sé hægt að kalla þessi tæki farsíma.
Með þriðju kynslóðinni verður GSM-síminn svo miklu meira –eiginlega vasatölva með innbyggðum síma, sjónvarpi, myndavél og tónlistarspilara svo eitthvað sé nefnt.
Nýyrðissmiðir eiga fyrir höndum skemmtilegt verkefni við að finna nafn á þessa litlu einkafjarskiptastöð framtíðarinnar.