Pyramids Sagan hefst hjá Pteppicymon XXVIII (Teppic) sem er í þjálfun hjá Reglu Launmorðingja. Ekki vegna þess að hann er sérstaklega illur, eða sérstaklega hæfileikaríkur í því, heldur vegna þess að einhver þarf að vinna inn tekjur til að sjá fyrir konungsríkinu, Djeli-Beibi.
Eftir að hafa þreytt lokaprófið hjá Launmorðingja Reglunni fara undarlegir hlutir að gerast fyrir Teppic og hann einhvern veginn skynjar dauða föður síns, konungsins. Hann heldur því aftur til Djeli-Beibi og ætlar að reyna að koma reglu á konungsríkið, en í vegi fyrir því stendur hinn ævaforni ráðgjafi og æðstiprestur ríkisins, Dios. Ekki það að Dios sé sérlega óhjálpsamur heldur þvert á móti, Teppic fær ekkert sagt við hjálpsemi hans í því að reka ríkið, sem virðist vera dregið til baka á viljastyrk Dios og trú hans á hefðum. Síðan eftir að hafa lent í skæru við Dios asnast Teppic til þess að samþykkja byggingu stærsta pýramída allra tíma fyrir látinn föður sinn.
Kornið sem fyllir mælinn hjá Teppic er síðan falleg þerna sem á að fórna, en með henni flýr Teppic út í eyðimörkina, en af einhverjum ástæðum komast þau ekki aftur inn í horfið konungsríkið (risastóri pýramídinn virðist hafa sent konungsríkið í 90° halla í tíma og rúmi miðað við afganginn af Disknum). Guðir lifna við, byggingar byggja sig, lík þekkja ekki tilgang sinn, skjaldbökur fara hraðar en örvar.

Í alla staði… frábær. Pyramids leggur, líkt og of margar aðrar Discworld-bækur, mikla áherslu á það sem mætti lýsa sem fantasy-science (fa-sci) sem er einskonar blanda vísinda og fantasy. Í þessari bók virkar það þó mjög vel, því eitthvað vit er í ansi skemmtilegum ruglingnum. Persónan Teppic er ekki sú útpældasta hjá Pratchett en virkar ágætlega. Sérstaklega þegar hann er settur í samband við Dios, þar sem maður fer að vorkenna og reiðast Teppic fyrir mýkt sína í garð Dios. Dios síðan er, góð hugmynd, en ekki nógu vel útskýrð, nokkrir lausir endar hjá honum sem hefði átt að binda saman. Húmorinn í Pyramids er ekki sérlegur en bókin á ekki að vera lesin í von um slíkt.
Frábær, líkt og ég skrifaði áður, og gæti jafnvel gagnast byrjendum í Discworld.

Einkunn: 8,0

Flokkur: Iðnaður/Sjálfstæð

Útgáfurár: 1989

Nr. 7 í Discworld bókaröðinni