Ákvað að ég yrða að benda á Horatio Lyle seríuna eftir Catherine Webb (sem er glæpsamlega undirlesin)
Bækurnar eru:
The Extraordinary and Unusual Adventures of Horatio Lyle
The Obsidian Dagger: Being the Further Extraordinary Adventures of Horatio Lyle
The Doomsday Machine: Another Astounding Adventure of Horatio Lyle

Fjallar (nokkuð augljóslega) um vísindamanninn (og lögreglumanni) Horatio Lyle. Bækurnar gerast á Viktoríutímabilinu, í London. Lyle fær það verkefni í fyrstu bókinni að reyna að stöðva það að illar engla/djöfla verur kallaðar ‘Tseiquin,’ sem eru með ofnæmi fyrir járni og segulmagni, nái heimsyfirráðum. Með í för eru krakkarnir Tess (þjófur) og Thomas (sonur aðalsmanns) og Tate, hundur Lyles.

Bækurnar eru, þrátt fyrir fantasíu ívafið, mjög nákvæmar á vísindi og staðreyndir sem fylgja þeim. Og þær eru ekki jafn þurrar of leiðinlega og ég læt þær hljóma, þær eru mjög góðar, og ég hvet alla til að lesa þær.