Bannerkeppni Fimm mínútur í photoshop gaf mér þessa þrjá bannera.

Fyrsti bannerinn er af drowinum Drizzt Do'urden, en hann er aðalpersónan í mörgum af sögum R.A. Salvatore. Mæli með að fólk tékki á þeim, en serían byrjar á Dark Elf þríleiknum.

Eflaust ættu margir að kannast við annan bannerinn, en myndin hefur prýtt nokkrar bókakápur í gegnum tíðina. Myndin er að sjálfsögðu af Minas Tirith sem við fáum að kynnast í þriðju og síðustu bókinni af Lord of the Rings þríleiknum. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er til áhugamál fyrir bækur Tolkien, en þar sem hann er án efa áhrifamesti rithöfundu ævintýrabókmenntanna þá er við hæfi að hafa banner í hans heiðri.

Þriðja myndin er af Artemis Entreri, en hann kom fyrst til sögunnar í annari bókinni af Icewind Dale þríleiknum, Streams of Silver, en sá þríleikur er annar hlutinn í sögu Drizzt Do'urden. Allt frá því að Artemis Entreri kom fyrst til sögunnar hefur hann verið erkióvinur Drizzt.