Ég missti hluta af heyrninni á vinsta eyra, heyri endalaust einhvern són, þegar það er alveg þögn hlómar það eins og riksuguhljóð bara minnkað um rúmlega helming. En það hefur vanist sæmilega, en hins vegar er ég orðin mjög viðhvæm fyrir vissum hljóðum, ég tel að ég heyri eitthvað óeðlilegt tengt rafmagnstækjum, ég get ekki sofnað ef opið er fram í eldhús vegna þess að ég truflast mjög af ískápnum, sama á við með viftu í tölvu og eins í bílum. Truflannirnar hljóma eins og öskur, mér finnst ég heyra stöðugt í einhverjum að öskra af hræðslu eða kalla á hjálp, fyrst fannst mér öskrin vera á ókunnugu tungumáli en nýverið hef ég raunverulega heyrt nokkur orð inná milli, sem fríka mig gjörsamlega út. Fyrsta röddin sem ég heyrði skýrt líktist mikið rödd langömmu minnar, ég náði ekki að muna orðin, en þau voru ásökun um að hún triði þessu varla uppá mig, svo eitthvað um að ég ætti að forða mér fljótt.

Nóttina eftir heyrði ég alveg ókunnuga rödd sem virtist ekki vita að til hennar heyrðist, eins þá varð eitthvað til þess að ég man ekki orðin, frís gjörsamlega við þessar raddir.

Getur mögulega verið að rafsegulbylgjur geti aukið á samband við framliðna? Getur verið að bletturinn þar sem ég sef sé eitthvað óvenjulega tengdur einhverju yfirnáttúrulegu, eða er heyrnarskerðingin og ímyndunnaraflið bara að láta mig halda þetta? En allavega er lang versti staðurinn rúmið mitt.

Í gegnum tíðina hef ég verið nokkuð næm, ég elti til dæmis tvo hesta í stórum haga, þeir hlupu alltaf frá mér, en ég hélt þetta væru hestarnir mínir sem ég ætlaði að sækja í hauga rigningu til að koma þeim inn. Ég elti hestana þar til ég kom að enda girðingarinnar og þar voru engir hestar, þá voru hestarnir mínir komnir út á næsta bæ. En ég tel þetta hafa verið hesta sem voru þarna þegar ég kom fyrst á bæinn, Gamli-Jarpur og Skjóna.

Eins varð ég vör við draugagang bæði í sveitinni minni, í nýjasta heimili móður minnar og tveim stöðum þar sem ég hef búið, öðrum þrjá mánuði þar sem var full mikill draugagangur en svo seinna varð ég vör við eitthvað, fann návist einhverns og daginn eftir fékk ég að heyra að ein besta vinkona mín hefði látist um nóttina, næstu nótt varð ég aftur vör við eitthvað sem var ekki eins og það átti að vera og hvíslaði kveðju til vinkonu minnar og óskaði henni friðsams eftirlífs, þar með hætti sá draugagangur og ég hef ekki orðið vör við hann þar aftur.

Sem krakki sá ég eitthvað út um allt en svo var eins og ég lokaði bara á það, en eins og ég sjái við og við eitthvað, sá svartan hund speiglast í rúðu hlaupandi á undan mér einhvern tímann og svo dreymir mig oft fyrir hlutum og skrítna drauma sem ég reini að ráða í og fær mjög sérstakar niðurstöður sem standast nær alltaf, finn þar fortíð nútíð og framtíð oft.

En mig langar að fá að vita hvort þið kannist við það að rafbylgjur geti valdið of mikilli næmni, ég er nokkuð viss um að á hæðinni fyrir ofan er sjónvarp og perur springa undarlega oft þarna, tölvan er rétt hjá mér en yfirleitt slökkt á henni, ískápur í næsta herbergi og svona.
-