Ókei, núna trúi ég vel á allskyns furðulega hluti en eitt mjööög furðulegt kom fyrir mig fyrir stuttu.
Ég og bróðir minn vorum ein heima, ég uppi og hann niðri og GSM síminn minn var niðri í herberginu mínu.
Allt í einu hringir heimasíminn úr símanum mínum, sem er niðri :O
Og á sama tíma heyri ég í bróður mínum í sínu herbergi að gera e-ð allt annað.
Ég svara símanum og það er strax skellt á eins og það sé ekkert svarað en ég í sjokki, hleyp niður, öskra á bróður minn sem að skilur ekki neitt í neinu, og kíki síðan á símann og sé að það hafi verið hringt úr honum í heimasímann rétt í þessu…
ALLTOF dularfullt!

Síðan annað: það eru svona límmiðar á lyklaborðinu á tölvunni minni (sem að sýna íslenska stafi í staðinn fyrir e-ð annað, t.d. æ takkinn og ö o.s.frv. Núna nokkrum sinnum á þessu ári hef ég tekið eftir því að þessir límmiðar hverfa bara af lyklaborðinu (mjög erfitt að kroppa þá af í heilu lagi) og ég tek síðan eftir þeim í næstu bók sem að ég opna, límda inná e-i blaðsíðu :S
Þetta hefur ekki gerst 1x og ekki 2x!
Lastu Þetta?..