Ég er ekki mjög fróður um þessi málefni og er kannski þess vegna að skrifa þetta og sækjast eftir áliti og upplýsingum.
þeir sem hlusta á X-ið og heyrðu samtal Harmageddon-liða við formann ungra sjálfstæðismanna ættu að hafa heyrt tillögu Gunna samloku um nýjan gjaldmiðil með hliðarsjón af því að það er ekki hlaupið að því að taka upp evruna og ganga í esb, af hverju tökum við ekki upp dollarann? við erum 300.000 manna samfélag á skeri úti í miðju atlantshafi og krónan er álíka stöðug og við erum stór um þessar mundir. mikið er búið að vera rætt um að laga þetta með því að taka upp evruna, en af hverju heyrir maður ekkert um að taka upp dollarinn?
(bið fólk að taka tillit til þess að ég er ekki fróður um þetta málefni)