Tekið af mbl.is

Tveir fangar á Litla Hrauni voru í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdir fyrir líkamsárás gagnvart þriðja fanganum í júlí á síðasta ári. Annar fanginn fékk eins árs dóm fyrir árásina, þar af níu mánuði skilorðsbundið. Hinn fanginn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en ósannað var að hann hafi valdið þeim áverkum sem fanginn sem ráðist var á hlaut en hann viðurkenndi að hafa slegið hann einu sinni. Voru fangarnir ofurölvi er þeir réðust á þriðja fangann.

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að báðir fangarnir höfðu tekið sig verulega á frá því árásin átti sér stað. Þá voru þeir dæmdir til að greiða fórnarlambinu skaðabætur, alls 600 þúsund krónur auk alls sakarkostnaðar.

Ok. Ef ég skil þetta rétt að þá átti þetta sér stað í fangelsinu…Hvernig í andskotanum gátu fangarnir þá verið ofurölvi. Og hvernig stendur á því að fangar fá lengri dóm fyrir að lemja annan fanga á meðan fólk er að gera grófari hluti niðrí bæ í þeim málum sem er kært?
Er það vegna þess að þeir voru að gera þetta á eign ríkisins og því brotið alvarlegra?

Í útlöndum fengiru ekki einu sinni viðbótardóm fyrir þetta. Bara minni séns á að komast út fyrr og hent í einangrun.

Ég er svo sem ekkert að kvarta yfir þessum dómi en þegar maður ber þetta saman við margt annað að dá er fangi að fá meira réttlæti en almennur saklaus borgari fær oft.
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”