Í dag er kreppa.
Ég er að gera ritgerð í skólanum og ég var að safna heimildum af síðum til þess að geta unnið almennilega ritgerð. Eða réttara sagt er ég að svara rannsóknarspurningunni: Er í raun trúfrelsi á Íslandi?
Ég komst að þeirri niðurstöðu að uhh nei?
Þetta er ekkert bara eitthvað þvaður, þetta eru allt staðreyndir og vitnað í lögin sem að stangast þó nokkuð á. Í dag er kreppa og hvert fer peningurinn okkar? Í kirkjuna. Er guð ábyrgur fyrir kreppunni? Ætlar guð að leysa kreppuna? Ég bið ykkur kæru hugarar, lesið og þið munuð læra að það er verið að troða trúarbragði uppá þjóð okkar. Í dag er kreppa. Og já ég er með það í huga að kirkjan sér um langflestar jarðafarir hér á landi, giftingar og annað slíkt. 2 Milljarðar. Gott fólk þið eruð að veita Þjóðkirkjunni 7200kr á hverju ári, nema að foreldrar ykkar hafi skráð ykkur utan Þjóðkirkjunnar og þá eruð þið meira að segja að borga meira? Þannig að annað hvort fer peningur til Þjóðkirkjunnar eða þá að þú tapar meiri pening og hann fer þá í Háskóla Íslands eða annað slíkt. Er það sanngjarnt, finnst þér það virkilega sanngjarnt?
Ég copy-paste'aði allt þetta fyrir neðan sem að mér fannst merkilegt af þessum tvem linkum: http://sidmennt.is/trufrelsi/jafnretti-lifsskodanafelaga/ og http://sidmennt.is/trufrelsi/trufrelsisstefna/

Tvær umsóknir – tvær hafnanir
Eins og fram hefur komið hefur umsóknum Siðmenntar verið hafnað í bæði skiptin, án viðunandi raka að mati stjórnar félagsins.  Þó rök hafi skort og ekki tekið fullt tillit til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þá má segja að sú nefnd sem fjallar um umsóknir um trúfélagaskráningu hafi farið að lögum því þau leyfa einungis skráningu trúfélaga.  Það þarf því að breyta lögunum.
Rétt eins og Siðmennt þá berst HEF fyrir fullu trú- og skoðanafrelsi (lífsskoðanafrelsi), ekki síst fyrir réttindum skólabarna til alhliða fræðslu um lífsskoðanir og trúarbrögð. Langtímamarkmið félagsins er að komið verði á skyldufagi fyrir alla nemendur í grunnskóla um siðfræði og lífsskoðanir auk kynningu á trúarbrögðum á jafnréttisgrundvelli.
Lögbundin mismunun
Í 62. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands frá 1944 nr. 33 17. júní, stendur:”Hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.”
Þessi málsgrein er bersýnilega í mótsögn við 1. málsgrein 65. greinar sömu stjórnarskrár þar sem segir að:
“Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.”
Önnur greinin verður augljóslega að víkja.
Fjárhagsleg mismunun
Til þess að fullnægja jafnréttiskröfum verða yfirvöld annað hvort að hætta að styrkja og styðja öll lífsskoðunarfélög á Íslandi eða sjá til þess að öll lífsskoðunarfélög fái sama stuðning.
Þetta væri t.d. hægt með því að fella niður allan þann stuðning sem Þjóðkirkjan fær umfram sóknargjöld og hækka svo sóknargjöldin í samræmi við tekjutap Þjóðkirkjunnar. Með þessari aðgerð myndu þá sóknargjöld allra trúfélaga hækka hlutfallslega jafnt og þannig væri jafnrétti betur tryggt.

2 milljörðum í árlegum greiðslum fer frá ríkinu í Þjóðkirkjuna.
Í 125. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir:
“Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.”
Ofangreind lög geta varla samrýmst tjáningarfrelsi því er skilgreint er í Stjórnarskrá Íslands enda er það meðal mikilvægustu réttinda manna að geta tjáð sig óhikað um samfélagið sem þeir búa í.

Til að mynda hlýtur að teljast óeðlilegt að veraldleg yfirvöld styrki trúboðssamtök á borð við KFUM/K um margar milljónir á ári (7 milljónir árið 2000).
Í námskrá grunnskóla frá 1999 stendur m.a. að: Kristilegt siðgæði á að móta starfshætti skólans ásamt umburðarlyndi og lýðræðislegu samstarfi
Hér er gefið í skyn að umburðarlyndi, lýðræði og siðferði séu sérstaklega kristileg fyrirbæri. Það er auðvitað ekki rétt. Erfitt getur verið fyrir þá sem ekki eru kristnir (trúlausir eða annarrar trúar) að hlusta á og sætta sig við slíkan boðskap í ríkisreknum skólum.
Þennan einhliða boðskap eiga öll börn á grunnskólaaldri að hlýða á nema að foreldrar og forráðamenn óski sérstaklega eftir því að börnum þeirra sé hlíft. Þessu veigra forráðamenn sér eðlilega við að gera því þá lenda börn þeirra jafnvel í því að þurfa að hanga ein fram á gangi meðan kristinfræðslan á sér stað og þurfa að svara spurningum um hvers vegna þau eru svona ólík öðrum.
Jafnframt kemur fyrir að fermingarfræðslunni svokölluðu sé komið fyrir inni í miðri stundaskrá nemenda þannig að ferming lítur út fyrir að vera hluti af eðlilegu skólastarfi. Til að mynda eru farnar dagsferðir með krakkana á skólatíma fyrir fermingarfræðslu. Þetta er bæði óréttlátt og líklegast brot á grunnskólalögum sem kveða á um fjölda kennsludaga.
“Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð.”
“Hlutur [Ríkisútvarpsins] í þágu kirkjunnar hefur jafnan verið mikill.”
Siðmennt telur að það sé ákvörðun sjálfráða einstaklinga að skrá sig í lífsskoðunarfélag rétt eins og stjórnmálasamtök og því á það að vera hverjum einstaklingi um 16 ára aldur eða eldri í sjálfsvald sett hvar eða hvort viðkomandi skrái sig í lífsskoðunarfélag.
Hver einasti þegn landsins er rukkaður um 7200 krónur á ári (2005) sem renna beint í þá sókn eða það trúfélag sem viðkomandi er skráður í. Þeim sem standa utan trúfélaga er þannig refsað fyrir það því þeim er gert að borga aukalega um 64 milljónir á ári til Háskólamenntunar (61 milljón árið 2000 samkvæmt ríkisreikningi).
Alvarlegast er þó að lífsskoðunarfélögum er gróflega mismunað eftir því hvort meðlimir þeirra trúa á yfirnáttúruleg fyrirbrigði eða ekki. Þetta getur einfaldlega ekki staðist jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar.

Og í guðanna bænum skítið yfir þessa grein eins mikið og þið viljið því að allur skíturinn endar á bakinu ykkar.
Ég hef alltaf rétt fyrir mér.