Ég var að horfa á “Sönn sakamál” á Rúv áðan þar sem var verið að fjalla um morðið á Frönsku stelpunni sem var hér á ferðalagi með systur sinni 1982. Þetta var nokkuð sérstakt morðmál og hefur alltaf vakið forvitni mína og þessi þáttur var athyglisverður þar sem bæði eru atriði leikin og gott viðtal við systurina.

Stelpurnar voru búnar að vera á ferð um landið um nokkurn tíma og komust sinna ferða aðallega á “puttanum” og það kom að því að þær lentu á slæmum aðila sem virtist þó traustvekjandi á sínum Benz með einhver ljós á toppnum. Hann virðist í lagi í fyrstu og sýnir þeim ísjakana og allt það og fer svo með þær í kofa til að gista í og skilur þær eftir þar. Nema hvað að hann mætir þarna aftur seint um kvöld með byssu og segist eiga að handtaka þær vegna hassnreykinga sem var bara þvæla. Hann lemur aðra í höfuðið svo hún rotast en hin hleypur út og hann skýtur hana með haglabyssu og særir en þó ekki til dauða þar sem færið var nokkuð. Hún nær að hlaupa upp á veg og stoppa vörubíl en morðinginn kemur strax og sannfærir vörubílstjóran um að hún sé geðveik og að hann eigi að biðja um hjálp í næsta kauptúni. (Þetta atriði er eitt það skelfilegasta, þessum bílstjóra hlítur að hafa liðið illa eftir að sannleikurinn kom í ljós) Það næsta sem er vitað er að morðinginn tróð stelpunni í skottið á Benzinum og þar fannst hún dáinn nokkru seinna en hann flúinn til fjalla þar sem hann fannst í einskonar byrgi en gafst strax upp og afhenti tvær byssur.

Hin systirin vaknaði úr rotinu um nóttina og fannst fljótlega eftir að lögregluleit hófst eftir að vörubílstjórinn lét vita af “geðveiku stelpunni”.

Morðingin fékk 16 ára dóm sem er harður dómur samkvæmt okkar “linu lögum” en hann slapp eftir 11 ár og býr nú í Garðabænum eftir því sem ég hef heyrt, en ég veit ekki hvað þessi maður heitir og væri gott ef einhver hér gæti upplýst það. Ef fjölmiðlar fara með nafn Kalla Bjarna í fjölmiðla er ekki í lagi að nafngreina morðingja eða eiga þeir að fá “afslátt” af því að langt er um liðið ? Fórnarlömb glæpamanna hvort sem þeim er mysþyrmt eða drepin fá ekki afslátt er það ?

Þetta veltir upp spurningum eins og af hverju geta morðingjar eins og Atli Helgi gert sig að talsmanni fanga og allt að því fjölmiðlastjörnum, er þetta rétt ? Hvað er næst að græða á glæpnum með “tell all” viðtali við DV ?

Annars var aðdáunarvert að hlusta á systurina sem var tekin tali á fallegu heimili hennar í Frakklandi, þar hugsar hún vel um fjölskyldu sýna og leiði systur sinnar en ber ekki kala til morðingjans. Hún er jafn sannfærð um að þetta hafi verið slys (þ.e. að hann ætlaði ekki að drepa hana) og að hennar tími hafi verið kominn.

En ég verð að segja enn og aftur; mér finnst morðingar sleppa vel á Íslandi, og það virðist ekki skipta máli hve oft fólk fremur morð hér, alltaf er gefinn “afsláttur” af refsingunni. það er eins og af því að þetta sé “landi” þá er alltaf hægt að fyrirgefa og tína til afsakanir eins og viðkomandi hafi átt svo erfitt etc.