Ást er vitfirring Ég var að glugga í Lifandi Vísindi um daginn og fann eina grein sem mér fannst alveg gríðarlega merkileg, yfirskriftin er Ást er vitfirring. Svo merkileg fannst mér greinin að núna er ég að gera verkefni í sálfræði tengt þessu, og vildi ég bara deila þessu með ykkur. Ég vil taka það fram að þetta er mjöööög grófur útdráttur úr greininni og það kemur ekki nærri því allt fram þarna sem ég vildi koma á framfæri.

-=Ást er vitfirring=-

Það er búið að sanna að ást kemur hjartanu ekkert við… Þetta er allt í heilanum.


Það eru semsagt boðefni í heilanum sem heita seratónín sem ‘gera mann glaðan’. Áráttusjúklingar eru með 40% minna magn af seratóníni í heilanum og rannsóknir sýna að sá sem er ástfanginn er líka með 40% minna magn, og þar með sýnir maður sömu einkenni og áráttusjúklingur. Maður verður ‘obsessed’ með manneskjuna og hugsar um hana stöðugt, og er nánast þunglyndur þegar hún er ekki nálægt manni. Og þess vegna er maður voða mikið upp og niður í skapi þegar maður er ástfanginn. En í staðinn fyrir seratónínið tvöfaldar heilinn framleiðslu sína á boðefninu fenyletylamíni sem veldur algerri himnasælu! Og svo kemur til sögunnar annað boðefni sem heitir dópamín og örvar það verðlaunakerfi heilans. Dópamín veitir hamingjutilfinningu og virkar svipað og fíkniefni á fíkil og ef að manneskjan sem maður elskar, elskar mann á móti fer þetta kerfi í gang og maður fer í eins konar vímu. Kerfið gengur út á það að kynhormónin fara af stað til heilans og örva kynhvötina ásamt því að auka áhrif dópamínsins.


Aftur á móti þegar við fáum ekki ástina endurgoldna virkar kerfið alveg öfugt! Í stað þess að skapa jákvæðar tilfinningar herja hormónin á líkamann með neikvæðum afleiðingum eins og depurð, þunglyndi, hefndarþorsta og reiði. Dópamínið verðlaunar nú svívirðilegar haturshugsanir í staðinn fyrir árangur í ástarlífinu. Ef manni hefur verið hafnað þá fær maður kannski útrás í að rífa bréf frá ástinni sinni eða kannski að fylgjast með manneskjunni á laun. Og þarna kemur inn í litla magnið af seratóníninu og gerir mann ‘obsessed’ með manneskjuna á ný en á neikvæðan hátt þó. Og maður lagast ekki fyrr en eðlilegt jafnvægi kemst á hormónastarfsemina!

Regnbogi.