elements kynnir: Síðasta klúbbakvöld Nasa föstudaginn 18.maí.
Margir af stærstu plötusnúðum heims spiluðu á þessum ógleymanlega stað sem hættir starfsemi í júni. Í tilefni þess mun elements standa fyrir síðasta klúbbakvöldinu sem haldið verður á Nasa.

elements vill hvetja alla sem einhvern tímann skemmtu sér á Nasa til að kveðja staðinn með mikilli gleði og hamingju.

Þeir plötusnúðar sem að fá heiðurinn á að spila á síðasta klúbbakvöldinu eru: 
Exos, Ghozt, AJ Caputo, Danni Bigroom, ATL og fleiri.
Báðar hæðarnar verða opnar.

https://www.twitter.com/elementsofmusik
https://www.facebook.com/elementsofmusik
https://www.soundcloud.com/elementsofmusik

Við förum hér fyrir neðan lauslega yfir klúbbasögu Nasa og allar leiðréttingar, ábendingar og aukainnslög eru vel þegin.

- (EN)

elements presents: Final club event at Nasa!

Some of the best and world famous DJs and artists have performed at Nasa in Reykjavík, Iceland over the past ten years. 

The club will unfortunately close for good in beginning of June and elements have decided to make an event as being the last club event at Nasa before that happens.

We urge everyone to attend to our event 18th of may where the national team of Icelandic DJs will perform. 

The DJs who will have the honor to spin at this event are:
Exos, Ghozt, AJ Caputo, Danni Bigroom, ATL and others.
All floors will be open for access.

https://www.twitter.com/elementsofmusik
https://www.facebook.com/elementsofmusik
https://www.soundcloud.com/elementsofmusik

- (IS)

Fyrsta opinbera klúbbakvöld Nasa var,
"Layo & Bushwacka föstudaginn 19.sept árið 2003" í boði Party Zone. Kvöldið gekk ótrúlega vel og ljóst var að íslendingar voru tilbúnir að stækka við sig senuna.

"Misstress Barbara 7.apríl 2004 á Nasa"
Sennilega þéttasta Techno sett sem heyrst hefur á Nasa. Misstress Barbara setti techno senuna gersamlega á hliðina þegar hún hennti dansgólfinu til og frá á þessu ógleimanlega kvöldi.

"19.maí árið 2004 "var það svo Sasha sem átti að spila á Nasa en komst því miður ekki. Hann var þó leystur af goðsögnunum Dj Frímanni og Dj Grétari sem að spiluðu ógleymanlegt sett lang fram eftir nóttu.

"John Digweed 16.júni 2004 á Nasa". 
Það var Party Zone og Þruman sem buðu upp á John Digweed sem hafði verið valinn vinsælastii plötusnúður heims árið 2001 að mati djmag.

"Sasha á Nasa 1.ágúst árið 2004".
Eftir mikla dramatík og áhyggjur danstónlistarunnenda kom Sasha aftur og bætti öllum upp fjarveru sína með svakalegu kvöldi um verlsunarmannahelgi árið 2004.

"Goldie á Nasa 8.apríl 2005 á 5 ára afmæli breakbeat.is"
Hinn stórhætulegi Goldie stóð fyrir einu grjótharðasta og öflugasta dj setti sem heyrst hefur hér á landi á þessu eftirminnalega kvöldi. Breakbeat gengið Gunni, Lelli og Kalli hituðu upp.

"Þruman kynnir: Dave Clarke á NASA 15. maí 2005í"
Vinsælasta Techno plötusnúður heims árið 2005 var Dave Clarke og spilaði hanni á sérstökum "World Service 2" tour við frábærar undirtektir.

"Nick Warren spilar á Nasa 16.júni 2005 í boði Flex Music."
Já, fyrsta Flex music kvöldið var haldið þar sem Nick Warren spilaði undir fullu húsi og að sjálfsögðu var það Dj Grétar sem að hitaði upp.

"King Unique á Nasa, föstudagskvöldið 2. september árið 2005 í boði Flex" Toybox dúettinn Grétari G og Mr Goodman hituðui upp fyrir þessa Bresku kappa sem trylltu lýðinn á dansgólfinu.

"Misstress Barbara á Nasa 4.nóvember 2005 í boði Techno.is"
Technodrottningin snéri aftur til landsins og spilaði fyrir troðfullu húsi. Exos og Rikki Cuellar hituðu upp og gerðu allt kreisí.

"PartyZone og Hr. Örlygur kynna Timo Maas á Nasa 24. Febrúar.2006".
Uppselt og dyrunum lokað. Grétar og Casanova sáum um að hita upp fólkið.
Timo Maas slátraði liðinu.

"Techno.is kynnir Marco Bailey á Nasa 3.mars 2006."
Afmælisveisla Techno.is, Exos og Rave hljómsveitin Ajax hituðui upp. Hiphop.is sá um efri hæðina þar sem Danni Delux, Hermigervill og fleiri sáu um fjörið. Marco Bailey spilaði við mikið fjör dansgesta.

"Deep Dish/Dubfire á Nasa 12.apríl 2006. í boði Flex music"
Sjaldan hefur Nasa ofhitnað jafn verulega og þegar Dubfire úr Deepdish sló taktinn eins og engin var morgundagurinn á einu eftirminnalegasta klúbbakvöldinu á Nasa. Enda tók líka 6 ár að fá hann hingað til landsins.

"Roni Size á Nasa 19.apríl 2006"
Drum and Bass goðsögnin sjálf, Roni Size fór hamförum á Nasa og spilaði fyrir stappfullu húsi ásamt fjöldan af upphitunar plötusnúðum.

Framhald á næstunni.....