Um Eurovision Dance Contest

Inngangur:

Eurovision Dance Contest (EDC) er dans útgáfan af Eurovision Song Contest (ESC), stærsta danskeppni Evrópu. Löndin sem vilja taka þátt senda atriði og fá síðan að greiða atkvæði í símakosningu. Stig 1-8, 10 og 12 eru gefin til 10 upphálds atriðum þeirra. Einungis þátttakenur fá að greiða atkvæði.
Öll lönd innan Evrópu mega taka þátt og eins Eurovision Song Contest mega nálæg lönd utan Evrópu taka þátt (s.s. Ísrael og Marrakó).
EDC verður vinsælli með árunum og tóku 17 lönd þátt í fyrra, ekki er alveg komið á hreint hver fjöldi þátttakenda verður í ár.

Hvernig allt gengur fyrir sig

Fyrir hvert land keppir eitt par. Í fyrra átti að flytja tvo dansa. Fyrri dansinn átti að vera ballroom eða latneskann dans og sá seinni er “freestyle” og á að einkenna eða lýsa menningu landsins sem parið keppir fyrir. Vegna fjölda þátttakenda í ár (2008) fær hvert par aðeins að flytja eitt atriði.
BBC sá um keppnina 2007 og mun gera það aftur núna í ár.
Keppnin er hefur alltaf verið haldin í Bretlandi en óvíst er hvort það verður þannig í framtíðinni. Hvort að EDC taki sér ESC til fyrirmyndar með það að það land sem vinnur keppnina fær að halda hana næst er einnig óvíst.


Hvað er öðru vísi en Eurovision Song Contest?

Mesti munurinn á EDC og ESC er að vinningslandið fær ekki að halda keppnina. Sem dæmi var keppnin haldin í London í fyrri og Finnland vann en keppnin verður haldin aftur í Bretlandi í ár, nánar tiltekið í Glasgow.
Eurovision Song Contest hefur tapað miklum vinsældum vegna klíkuskaps Austur-Evrópu en hann er mikið minni í EDC.

Stigagjöfin

Það sem flestum finnst skemmtilegast við ESC er stigagjöfin. Eins og áður hefur komið fram er hún líka við lýði í EDC.
Þó er alltaf skemmtilegast þegar smá drama myndast og mjótt er á mununum á 1 sæti og 2 sæti.

Finnland vann í fyrra með 132 stigum

Í öðru sæti lenti Úkraína með 121 stig og í þriðja lenti Írland með 95 stig.


Ég vona að allir hafi orðið fróðari um EDC eftir að lesa þessa grein. Endilega komið með ábeningar.

En þá er ég með spurningu: Eigum við Íslendingar að taka þátt Í EDC? Persónulega finnst mér það. Kannski eigum við vinningsglætu þar.

Kv.
uPhone
Það er nefnilega það.