Mér varð ljóst eftir að hafa sent inn greinina ‘Lausn á atvinnuleysinu’ að ég hefði þurft að hafa hana lengri og gera grein fyrir skattafyrirkomu lagi sem kallast Neikvæður tekjuskattur, eða, Negative Income Tax (http://en.wikipedia.org/wiki/Negative_income_tax) en þetta, eða álíka fyrirkomulag til þess að við getum losnað undan lágmarkslaununum.

Í grunninn byggist neikvæður tekjuskattur á því að allir fái ákveðna upphæð í bætur frá ríkinu. Gefum okkur að sú upphæð séu 10.000 kr. á mánuði.
Af henni yrðu ekki greiddir skattar en reiknum næst með því að tekjuskattur sé 25%
Þá fær hver einasti Íslendingur greiddar 10,000 kr ef hann er atvinnulaus.

Ef einstaklingur kysi að aukja við tekjur sínar þá myndu laun hans verða skattlögð og leggjast síðan ofan á bæturnar sem myndi leiða til þess að:

1) Maður sem myndi vera í vinnu sem greiddi 40.000 kr á mánuði væri á skattleysismörkum, þar sem skatturinn hans (25% af 40.000 -> 10.000) væri jafn hár bótunum. Því myndu heildar tekjur hans vera 40000 kr og hann hvorki greiða skatt né fá bætur frá Ríkinu í eiginlegum skilningi.
2) Maður með milljón á mánuði myndi borga hér um bil 25% af sínum tekjum þar sem 250.000 kr er mikið stærri tala en 10.000 kr.
Hann myndi því greiða 250.000 í skatt, fá 10.000 kr. bætur frá ríkinu og því væri nettó skattprósenta hans 24%
3) Maður sem aðeins gæti náð sér í láglaunastarf sem við gefum okkur að sé 4000kr á mánuði myndi greiða 25% skatt af þeim, sem sagt 1000 kr.
Hann myndi þó fá 10.000kr bætur frá ríkinu og myndi því heildar summan skríða í 13.000 kr.


Þetta fyrirkomulag tel ég að sé ákjósanlegt í fyrsta lagi út frá hagnýtu sjónarmiði (sérstaklega í núverandi ástandi) þar sem við myndum losna undan böli lágmarkslaunanna, sem við vitum öll að gera ekkert annað en skapa atvinnuleysi hjá lægstu stéttum landsins… stéttunum sem lágmarkslaunin eiga í raun að hjálpa.
Einnig myndi þetta leysa vandann sem atvinnuleysisbætur mynda, þar sem þær skapa ákveðin lágmarkslaunaþröskuld eins og fyrirkomulagið er á þeim núna.

Í öðru lagi finnst mér þetta sniðug hugmynd vegna einfaldlega hennar og hversu vel hún samsvarar hugmyndinni að jafnrétti. Að sömu reglur eigi að gilda fyrir alla.
Núverandi fyrirkomulag er með mismunandi reglur fyrir mismunandi hópa fólks, atvinnulausir eiga að fá greiðslu frá ríkinu á meðan aðrir eiga að borga til ríkisins.

Við ættum að gæta að jafnréttinu og láta ávallt sömu reglur gilda yfir alla. Ein upphæð í styrk handa öllum, og ein skattprósenta handa öllum.



Ástæðan fyrir því að þetta kallast neikvæður tekjuskattur er sú að hægt er að ímynda sér þetta sem skattlagningu á því hversu langt maður er undir skattleysismörkum.
Tökum tekjulausan mann. Hann er 40.000 frá skattleysis mörkunum og því fær hann 25% af því.

Ef hann kýs að auka við tekjur sínar, upp í 10.000 þá er hann núna 30.000 frá skattleysismörkunum og myndi því fá aukalega 25% af 30.000 eða 7500 sem myndar heildar tekjur upp á 17500.

Að sama skapi myndi maður með 80.000 kr reikna út hversu langt hann væri frá skattleysismörkunum (40.000) og draga síðan skatt af því sem myndi þá vera 10.000.

Svo í stuttu máli þá er Neikvæður tekjuskattur skattlagning á þá vegalengd sem tekjur manns eru frá skattleysismörkunum. Ef maður er umfram skattleysismörkin þá greiðir maður þessa upphæð í skatt, en ef maður er undir skattleysismörkum þá fær maður þessa upphæð afhenta.
Við erum alheimurinn, vaknaður til vitundar um sjálfan sig