CRPG Trivia! Jæja, ég sé að trivia er trendið í dag og því er það líklega sniðugt að kickstarta einu stykki trivia hér á CRPG!

Þessi fyrsta spurningakeppni reynir á þekkingu þátttakenda í málum Black Isle Studios og leikjum þeirra. Það er hægt að svara öllum þessum spurningum með því að nota vefinn sér til hjálpar - en þeir klárustu ætti nú að geta sleppt því að nota hjálpartæki. :)

Svör við spurningum á EKKI að senda inn hér í greinasvörum heldur á að senda mér skilaboð með svörunum og merkja skeytið "CRPG TRIVIA - Nick ykkar á huga". Spurningakeppninni lýkur 20. janúar næstkomandi og munu vinningshafar verða tilkynntir daginn eftir, sunnudaginn 21. janúar.

——————————————–

1. Nefndu þrjá leiki sem Black Isle hætti við á árunum 2000 til 2003. Ef leikirnir báru ekki nöfn, nefndu verkefnaheitin þeirra.
2. Nefndu allaveganna tvo leiki sem Black Isle hefur ekki þróað heldur einungis gefið út – að Baldur's Gate undanskildum! Komdu með nöfn leikjanna og þróunaraðila.
3. Hversu oft hófu Black Isle framleiðslu á Fallout 3?
4. Hvað heitir kerfið sem Fallout og Lionheart: Legacy of the Crusader nota og hvað merkir nafn þess?
5. Á hvaða bókaseríu byggir Baldur’s Gate serían lauslega sögu sína?
6. Á hvaða bók Icewind Dale serían lauslega sögu sína?
7. Upphafsmyndband Baldur’s Gate hefst á tilvitnun eftir mann sem var uppi í okkar heimi. Hver er maðurinn?
8. Hvaða Black Isle leikur var talinn upp í grein um klám í tölvuleikjum sem birtist í fréttablaðinu 15. janúar 2005?
9. Hver var fyrsti leikurinn sem var gefinn út undir nafni Black Isle Studios?
10. Hvað heitir leikurinn sem Fallout er byggður á og hvaða ár kom hann út?

——————————————–

Gangi ykkur vel!