The Elder Scrolls III: Morrowind The Elders Scrolls III: Morrowind.

Persónulega finnst mér þessi leikur vera besti Tölvuhlutverkaleikur sögunnar, jafnvel sá besti yfir höfuð, þótt það sé erfitt að bera hann saman við t.d. Baldur´s Gate þar sem þeir tveir eru mjög ólíkir.

Ég var 12 ára þegar ég prufaði hann fyrst og ég féll algjörlega fyrir honum, heimunum, frjálsleikanum, söguni og svo ekki síst allri vinnunni og ástríðunni sem var lögð í leikinn.
Ég gjörsamlega festist í Vvardenfell.

Ég ætla að byrja á göllunum.
Þótt þessi leikur sé æðislegur, þá er hann ekki alveg gallalaus. Bardagakerfið er frekar slappt, þú þarft bara að hamra á músinni og vonast til að það komi “Hit”, en þetta verður bætt til muna í TESIV: Oblivion. Svo eru hreyfingarnar oft mjög gervilegar og vélmennalegar. Annars er voða lítið annað sem fer voða í taugarnar á mér, fyrir utan fáa smá-galla t.d. að detta gegnum jörðina(sjaldan) og þannig.

Það góða.
Það er svo margt gott við þennan leik…
Tónlistinn er frábær, mjög RPG-leg og passar mjög vel við leikinn. Heimurinn risa stór, þú getur gert næstum allt sem þú vilt, eins og þeir segja: “You write the story”, þú getur labbað útum allt og verið að skoða þig um og njóta útsýnisins. Svo kannski hittur þú einhvern sem hefur tínt buxunum sínum eða kona sem tíndi hringum sínum í vatni, en svo er hún bara að lokka þig í gildru, það eru allskonar möguleikar. Sagan og öll auka questinn krydda leikinn rosalega. Grafíkin “breathtaking”, miðavið að Might And Magic IX(2001) kom út sama ár, þessi leikur var algjört “breakthrough”. Veðrið og veðraskiptinn eru stórfengleg, regndropar á vatni og allskonar effectar sem voru algjör nýung á þeim tíma. Mikið af vopnum og brynjum og allskonar drasli sem gerir leikinn fjölbreytilegri, leiðinlegt að spila leik með sömu brynjuna frá byrjun til enda. Svo það besta, “The Elder Scrolls Construction Set”, sem ég notaði alltaf, ef ég var í miðju missioni, og það fór í rugl eða ég seldi óvart eitthvað sem var úr einhverju questi, þá fór maður bara í Construction Settið og bjó það bara til. Svo fór maður að fikta við að búa til sína eigin eyju með kastala, dýflissum og allskonar hlutum. Og svo getur maður alltaf niðurhalað öðrum “MODS” sem aðrir hafa gert, og margir sem hafa búið til annan heim, jafnvel stærri en Vvardenfell. Og svo er sjarminn frá leiknum örugglega það besta við hann.

Svo eru til tvö expansion, Tribunal og Bloodmoon. Og svo Morrowind Goty edition, sem ég veit ekki mikið um, ég held að það sé Morrowind + Expansions og smá-gallar lagaðir.
Annars er hann líka til á Xbox, sem lítur út fyrir að vera frekar ólík PC gerðinni, þótt ég hafi ekki prufað Xbox útgáfuna.

En sagan byrjar semsagt þannig að þú byrjar sem fangi í skipi og það er verið að leysa þig úr haldi frá skipun keisarans, ferð svo að vinna fyrir einhvern náunga, og færð ekkert að vita af hverju þér var sleppt lausum. Þér er ætlað að gramsa upplýsingar um “The Sixth House” og “Nerevarine”. En tengjast þessar upplýsingar þér?

Ef það er eitthvað fólk þarna sem er að spila, eða á leiðinni, þá er “Lilarcor Mod” algjör nauðsyn, talandi sverðið úr Baldur´s Gate II hefur skemmt mér konunglega.

Hellingur sem hægt er að skrifa um þennan frábæra leik, en ég læt þetta vera í bili.


Ég vil benda á að Íslenskt málfræði er ekki mín sterka hlið svo lítið framhjá villum, kthx.

Ashy…