Hérna ætla ég að skrifa svona stutt um allt í Mental hjá stjórnanda liðsins (manager).

Handling Pressure: Þetta er bara hve góður þú ert að bjarga liðinu frá glötun. Ef þú ert að verða gjaldþrota með liðið og bjargar liðinu frá því, þá hækkar þetta.
Ef þú ert neðarlega í deildinni, í seinustu nokkrum sætunum, en endar á að vera ofarlega í lok tímabilsins, þá á þetta líka að hækka.
Þetta er semsagt bara hve góður þú ert í að bjarga liðinu frá slæmum hlutum.

Ambition: Það er aðeins erfiðara að skilja og hef ég ekki alveg skilið það fullkomlega.
Ég er nokkuð viss samt á að þetta sé hve langt þú kemst í bikar keppnum, ef þú kemst mjög langt í mörgum bikar keppnum og vinnur þær/nokkrar ætti þetta að hækka.
Svo líka gæti verið að þú sannar þig, notar ekki varalið í bikar keppnum til dæmis. Heldur ertu að nota réttu og bestu mennina. Ef þú ert ekki með stórt lið eins og Liverpool, Chelsea eða einhver þannig og kaupir dýra stjörnumenn, þá sýnir það að þú ætlar með liðið.

Loyalty: Segir sig eiginlega sjálft.
En, segjum til dæmis að þér er boðið starf hjá öðru stærra liði og þú neitar, þá ertu að sanna að þú viljir vera með þetta lið, þá hækkar þetta.
Ég var til dæmis einu sinni Liverpool og vann deildina tvisvar og nokkra bikara, Carling cup í bæði skiptin og svo eitthvað annað, þá var mér boðið starfið hjá Manchester United. Ég hafnaði auðvitað þar sem e´g er Liverpool maður og þá hækkaði Loyalty.
Svo hve lengi þú ert hjá liðinu, hve tryggur honum þú ert. Þetta ætti að vera hærra ef þú ert 10 ár hjá liðinu í staðin fyrr bara eitt.

Media Handling: Það er hvernig þú svarar leikmönnum sem reiðast, til dæmis ef leikmaður vill vita um eitthvað þegar þér gengur illa og þannig. Það gildir líka um hvort þú sért að hrósa eða skamma leikmenn. Ef þú til dæmis skammar marga menn eða hrósar mörgum í röð, þá getur þetta lækkað hratt. Vinur minn hrósaði öllum í byrjunarliðinu hjá sér. Media Handling var þá komið niður úr 14 í 2.
Hve vel þú sérð um orðróma um leikmenn og ef þú ert að segjast hafa áhuga á leikmönnum. Ef þú hinsvegar segir að þú hafir áhuga á leikmanni og þú færð leikmanninn ekki, þá mun þetta minnka.
En ef þú segist hafa áhuga á mönnum sem þú færð, þá ætti þetta að hækka.

Professionalism: Ég er heldur ekki alveg 100% viss um þennan. Ég er nokkuð viss um að þetta sé hve vel þér gengur í starfi og hvernig þú stjórnar liðinu. Ef þú til dæmis setur 30 leikmenn á ‘Transfer List’ og kaupir svo 30 aðra leikmenn í staðin, þá ertu ekki að gera góða hluti. Það verður svo mikil breyting á liðinu. Mórallinn í liðinu verður ekki góður líka ef margir eru að fara. Einbeittu þér aðalvega að því að hafa þá menn sem þú hefur, ekki kaupa fleiri en svona 1 eða 2 á leiktíð, kannski 3.
Ekki svo vera að suða í stjórninni um meiri pening eða stærri völl, þú færð eitt svar fyrst og þú átt ekki að vera að biðja aftur og aftur ef þeir neita.

Temparament: Það er svona aðallega hvernig þú heldur reiði þinni í skefjum. Ef leikmaður fær rautt spjald í leik en skemmir samt ekkert, þú vinnur leikinn samt með miklum mun, og þú skammar hann og tekur laun hans burt í 2 vikur fyrir ekkert, þá ertu að vera svolítið reiður. Ekki gera leikmenn óánægða, ekki vera að selja mikið, skamma, taka laun af þeim í smá tíma eða leyfa ekkert að spila. Slaka bara á ef ekki gengur vel á pörtum og ef þú heldur liðinu vel saman í tíma, þá á Temparament að hækka.

Ég notaðist við eigin reynslu og hjálp frá mörgum forums um leikinn. Vildi bara nefna það.
Don't have a signature… Don't need a signature… Don't want a signature!