Föstudaginn 2 janúar 2009 á Grand hótel Reykjavík voru heiðraðir og veitt viðurkenningu íþróttamönnum og konum sérsambanda og sérgreinanefnda Í.S.Í

Hnefaleikanefnd Í.S.Í komst að þeirri niðurstöðu að hnefaleikamaður ársins 2008 skildi vera valinn Gunnar Þór Þórsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.

Þeir sem vilja sjá videoklippur af bardögum Gunnars Þórs geta smellt á þennan link.
http://www.youtube.com/watch?v=bQi4l2KwAho

Smá ágrip af ferli Gunnars Þórs árið 2008

22 janúar hélt hann ásamt fleirum frá H.R á stórt alþjóðlegt mót í Svíþjóð, KP CUP 08 og tapaði hann þar naumlega fyrir sterkum andstæðingi.

27 febrúar fór hann ásamt 3 öðrum boxurum frá 2 félögum, þjálfurum og fararstjóra til Perscara á Ítalíu og var ásamt þeim fyrstir hnefaleikamanna á Íslandi til að reyna fyrir sér á úrtökumóti fyrir olympiuleika. Keppti Gunnar Þór þar við mjög sterkann andstæðing (116 bardaga) frá Tékkoslovakíu og tapaði.

26 mars keppti hann á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum og vann sinn þyngdarflokk örugglega, auk þess var hann valinn hnefaleikamaður mótsins 2008 og fékk að því tilefni afhentann bikar “ Bensabikarinn ” og var hann þar með annar hnefaleikamaðurinn til að vinna þennan farandbikar en árið 2006 vann Stefán Breiðfjörð H.F.H þennan bikar fyrstur hnefaleikamanna.

4 október keppti hann á móti í Hafnarfirði og var andstæðingur hans þar Mikkel Gregersen Gladsaxe BK. Danmörku og vann Gunnar Þór hann í mjög hörðum bardaga. Var hann einnig þar valinn maður mótsins

í haust fór hann ásamt Davíð Rafni Björgvinssyni einnig frá H.R. til kaupmannahafnar í viku æfingaferð og var sú ferð mikil reynsluferð fyrir þá félaga.