Ert þú að íhuga að æfa box? Ég ætla að vinda mér í það að skrifa smá grein með smá yfirliti yfir box, helstu eiginleika, veikleika og hæfileika boxarans.

Ef þú ert að íhuga að byrja að stunda box, þá skalltu gera þig klárann fyrir erfiðar æfingar. Ef þú verður ekki ALVEG búinn eftir fyrstu æfinguna ert þú annað hvort í svakalegu formi, eða þá er þjálfarinn ekki að gera sitt rétt.

Box hefur lengi verið þekkt sem ein af erfiðustu íþróttum í heimi og stendur undir þeim orðrómi.
Maður getur ekki ætlast til þess að mæta á box æfingu, sleppa kannski tveim armbeygjum af þeim tíu sem maður á að gera, eða slaka aðeins á þegar maður er hálf-búinn í æfingu, því þá verður einfaldlega refsað þér. Það á amk. helst að gera, þó er það ekki gert við algjöra nýliða ;)
Það er gert meðal annars til þess að kenna boxaranum að hann á að standa sig í hringnum, hann má ekki allt í einu láta vörnina síga eða slaka aðeins á í fótunum, því það getur kostað hann sigurinn.

Þegar þú kemur á fyrstu æfingu ert þú vanalega settur upp með hóp af öðrum nýliðum og annað hvort reyndur boxari eða annar þjálfarinn fer yfir fótastöðu, varnarstöðu og einföldar árásartæknir.
Eitt sem er gott að muna í þessu samhengi er að hægri hendin (Ef þú ert rétthent/ur) er sleggjan og vinstri er hamarinn í lang flestum tilvikum. Sem rétthentur er vinstri fóturinn fremst og hægri fóturinn aftar, og lærir þú innan skamms tækni til þess að halda þér á ‘'floti’' í hringnum.
Það eru margir box stílar sem eru notaðir og til dæmis hef ég komið mér upp minn eigin stíl, sem er valfrjálst, en maður þarf að æfa stílinn og hugleiða galla og kosti í þeim stíl.

Svona katogoríurnar af stílum eru eftirfarandi:

Defensive: Þar er notast við vörn að mestu leiti til þess að mótstæðingurinn skori sem fæst stig.

Aggressive: Hérna er árásin í topp og notast er við að annað hvort rota andstæðinginn fljótt, eða vinna á fleiri stigum.

Counter puncher: Þessi stíll er fyrir lengri komna og er hann mjög háskalegur þegar maður lærir á hann. Markmiðið er einfaldlega að villa mikið um fyrir andstæðingnum til þess að ‘'stýra’' honum í hringnum og vita hvað kemur næst, svo maður hafi möguleikann á því að ‘'Counter puncha’' hann einfaldlega. Stílinn minn er mix af counter puncher og Aggressive með mesta áheyrslu lagða á að villa fyrir anstæðingnum ef einhver hafði áhuga.

Þegar þú kemur fyrst inn í hringinn og þér er ætlað að ‘'sparra’' sem er orð fyrir vinaleg slagsmál í hringnum vægast sagt, þá er mjög eðlilegt að þú titrir í hnjánum, gerir ALLT vitlaust, þú gerðir það rétt í speglinum, en þarna er eitthvað verulega að. Ekki láta það blekkja þig, þú ert ekkert verri fyrir vikið, heldur tók líkaminn yfir heilastarfseminni vegna adrenalínflæðisins sem skapast í návígi. Þú verður að fara oft og mörgu sinnum í hringinn til að ná stjórn á hæfileikum þínum þegar hlutirnir gilda.
Ef þjálfarinn setur þig aldrei í hringinn skalltu finna einhvern vin að sparra við, þetta er mikilvægasti þáttur í þjálfuninni að mínu mati.

Mikilvægur þáttur í boxi ef þú tekur því alvarlega, er að borða hollt og halda góðri þyngd. Þú villt ekki þyngjast án þess að fá ‘'Lean Muscle’'. Það má ekki vera gramm af fitu á líkamanum (ýkt) nema þú sért þannig byggður fyrir og viljir keppa í háum flokkum.

Ekki of æfa þig. Ég og vinur minn slökktum á rafmagninu og læstum hurðunum á kvöldin eftir 7 tíma æfingar daglega á tímabili. Það er EKKI hollt og eyðileggur á þér líkamann.

Ég man líka að ég hugsaði: ‘'Ég er það góður að slást, að ég á eftir að mökka þessa boxara í boxi’' Flest allir hugsa að þetta hafi eitthvað um slagsmálahæfileika að gera. Sumir sem ég þekki hafa sparkað í boxarann þegar þeir spörruðu vegna þess að þeir urðu brjálaðir þegar þeir töpuðu. Box snýst einfaldlega um box hæfileika og ekkert annað, þannig vertu viðbúinn því að tapa, og taktu því eins og maður, þarna gildir svo sannalega: ‘'What doesn’t kill you, only makes you stronger''.

Ekki láta vin þinn buffa þig á hverjum degi og halda að chin'ið (Chin er orð fyrir sársáukaþol) sé aðal málið. Ég lét vin minn sem var svona þrem þyngdarflokkum hærri en ég buffa mig svoleiðis sundur og saman og rotaði mig oft og meira að segja kýldi mig út úr hringnum eitt skiptið. Mér finnst bara ótrulegt að ég skuli hafa getu til að skrifa þessa grein. Höldum heilanum, við þurfum hann! Sparrið létt og rólega til að byrja með, og stöku sinnum fast, því þið þurfið á því að halda einfaldlega.

Jæja, ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum nýliðum með spurningar, endilega skjótið ef ég hef gleymt að nefna eitthvað!

-Bjarni.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.