Veikleiki og daggæsla Heil og sæl, ég var eitthvað svona fyrir forvitnissakir að skoða yfir reglugerð hjá dagmæðrum, hjá sumum er talað um t.d:
- EKKI KOMA MEÐ VEIKT BARN Í GÆSLU, VEIKT BARN TELST EF BARNIÐ GETUR EKKI TEKIÐ ÞÁTT Í DAGLEGUM VENJUM HJÁ DAGMÓÐUR VEGNA VANLÍÐAN EÐA VEIKLEIKA. Barn getur verið veikt þó hitalaust sé.

S.s eins og ég skil þetta þá t.d eins og með astma veik börn, biður þessi dagmóðir ekki um að börnin komi ef um veikleika sé að ræða, vitaskuld er astmi veikleiki sem leggst á öndunarfæri og í lungu…

En samt sem áður getur barnið alveg tekið þátt en auknar eru líkurnar á að það geti það ekki því auðvitað ef astminn segir til sín verður að pústa barnið sjá t.d hér

- DAGMÓÐIR GEFUR BARNINU EKKI LYF OG EKKI UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM GEFUR DAGMÓÐIR BARNINU VERKJALYF.

Þetta segir manni svolítið að það að eiga t.d barn sem þarf aukna ummönnun vegna smá veikleika er ekki í boði að hafa barnið hjá dagmömmu.

Hvert þarf fólk að leita ef það er með veikt barn? ekki þarf það að hætta í vinnu og missa tekjurnar útfrá því?

Þetta var allavega svona smá pæling hjá mér, hvað finnst ykkur um svona?