Ok hér eru fleiri svona hugmyndir til að gera á palla(basea).

1. Ok málið pallinn með Chaos black. Límið síðan smá sand á með superglue en bara smá svona við lappirnar og í hornin og svona.
Límið síðan svona smá steina í sandinn með superglue. Gefið síðan steinunum og sandinum smá þvott af Black ink. Þegar það er þornað drybrushið þá steinana, sandinn og pallinn (baseinn) með Codex grey og svo Fortress grey. Endið síðan með því að setja smá static grass oná steinana og í sandinn.

2. Þetta er til að gera pallana svona smá borgarlega, svona svoldið fyrir Bretonnia og Empire. Klippið út smá svona ferkantaðar hellur úr hörðum pappa. Límið þær á pallana (best að gera þetta áður en þið límið kallana á). Málið síðan allann pallinn með Chaos black,líka hellurnar. Drybrushið síðan hellurnar með Codex grey og svo Fortress grey. Reynið að hafa svart á milli hellanna. Málið hliðarnar með Goblin green eða Bestial brown og ljúkið þessu með því að setja smá static grass á milli hellanna oní skorurnar.


Azi